fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Wagner-hópurinn hluti af áætlun um innrás í Kósóvó

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. febrúar 2023 06:47

Reiðir Serbar lokuðu vegum við landamæri Kósovó og Serbíu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óróinn í norðurhluta Kósóvó er fyrsta skrefið í átt að innrás Serba með stuðningi Wagner-hópsins. Þetta er mat Vjosa Osmani, forseta Kósóvó. Hún segir að vopnum og ómerktum einkennisbúningum sé smyglað í stórum stíl frá Serbíu til herskárra hópa í Kósóvó þessa dagana og að það sé Wagner-hópurinn sem standi á bak við þetta.

Í samtali við The Telegraph sagði hún að Serbar séu að undirbúa innrás í norðurhluta Kósóvó og njóti stuðnings Wagner-hópsins við það. Wagner-hópurinn hefur komið mikið við sögu í stríðinu í Úkraínu en hann berst við hlið rússneska hersins. Þetta er rússneskur málaliðahópur í eigu Yevgeny Prigozhin, sem hefur oft verið nefndur „Kokkur-Pútíns“. Hafa rússnesk yfirvöld notað hópinn víða um heim í gegnum árin þegar þau hafa viljað ná einhverjum markmiðum sem þjóna hagsmunum Rússa. Er hópurinn orðlagður fyrir grimmd og miskunnarleysi og aftökur og nauðganir.

„Þeir smygla vopnum og einkennisfatnaði, en eru ekki formlega hluti af serbneska hernum. Serbar vilja ná markmiðum sínum (sem eru að innlima Kósovó, innsk. blaðamanns) án þess að kalla það hernaðaraðgerð,“ sagði Osmani í samtali við The Telegraph.

Hún líkti þessum hugsanlegu innrásaráætlunum við innlimun Krímskaga í Rússlandi 2014.

Spenna hefur farið vaxandi í norðurhluta Kósóvó síðustu mánuði en þar búa margir Serbar. Í desember hótaði Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, að senda serbneska hermenn til norðurhluta Kósóvó til að „vernda“ serbneska íbúa fyrir lögreglunni. Á sama tíma settu hópar herskárra Serba upp vegatálma á svæðinu.

NATO er með friðargæslulið í Kósóvó til að reyna að koma í veg fyrir átök á milli ríkjanna tveggja.

Serbía viðurkennir ekki Kósóvó sem sjálfstætt ríki og telja Serbar að landið tilheyri Serbíu.

Upphaf óróleikans má rekja til þess að Serbum, búsettum í Kósóvó, var gert að endurnýja ökuskírteini sín en margir höfðu notað ökuskírteini útgefin í Serbíu og voru með serbnesk skráningarnúmer á bílum sínum. En nú var þess krafist að þeir fengju sér kósóvósk ökuskírteini og skráningarnúmer.

Þetta vakti mikla reiði hjá serbneskum íbúum í Kósóvó og þjóðernissinnar reistu vegatálma og skiptust á skotum við lögregluna.

Osmani segir að allt þjóni þetta hagsmunum Serbíu. Hún segir að serbneska ríkisstjórnin hafi kynt undir bálinu til að koma af stað vopnuðum átökum sem myndu síðan enda með innrás í Kósóvó og innlimun landsins í Serbíu.

Serbneskir ráðamenn vísa fullyrðingum Osmani á bug og segja að Wagner-hópurinn hafi enga aðkomu að deilum ríkjanna. En sérfræðingar, sem The Telegraph ræddi við, telja að að líklegt sé að Serbar hyggi á innrás og að hún hefjist um leið og NATO dregur friðargæslulið sitt frá Kósóvó.

Evrópskir og bandarískir hermenn eru í norðurhluta Kósóvó og telja sérfræðingar að svo lengi sem þeir eru þar muni Serbar ekki leggja til atlögu. Ítalskir herlögreglumenn eru einnig að störfum í Kósóvó á vegum NATO.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt

Nauðgunardómur Vilhelms fer ekki fyrir Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”

Stefán Einar svarar fyrir sig: „Fólk þarf ekki að mæta og það þarf ekki að hlusta”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn

Segir að Rússar séu reiðubúnir til að herða stríðsrekstur sinn
Fréttir
Í gær

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“

Bandarískir fjölmiðlar gefa ekki mikið fyrir Grænlandsferð Vance – „Fasteignaskoðun“