Það verður vonandi boðið upp á mikið fjör í ensku úrvalsdeildinni í dag er Leeds tekur á móti Manchester United.
Man Utd getur komist í annað sæti deildarinnar með sigri en Leeds þarf einnig stig í harðri fallbaráttu.
Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin í dag.
Leeds: Meslier; Ayling, Koch, Wober, Firpo; Adams, McKennie; Summerville, Harrison, Gnonto; Bamford.
Man Utd: De Gea; Dalot, Maguire, Shaw, Malacia; Fred, Sabitzer; Sancho, Fernandes, Rashford; Weghorst.