fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Meindýraeyðirinn gerði lítið gat á vegginn og síðan ultu þau út

Pressan
Laugardaginn 18. febrúar 2023 22:00

Um 300 kíló komu út úr veggjunum. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda ein, sem býr í Kaliforníu, var sífellt að finna lítil göt í veggjum heimilisins. Ekki var annað til ráða en fá meindýraeyði á svæðið til að reyna að leysa vandann. Óhætt er að segja að þegar hann gerði lítið gat á einn vegginn hafi vandamálin hreinlega oltið út.

Það var Nick Castro, sem rekur meindýraeyðinguna Nick‘s Extreme Pest Control, sem var fenginn til verksins. Á þeim tuttugu árum sem hann hefur rekið fyrirtækið hefur hann séð eitt og annað tengt meindýrum. En það sem hann upplifði nú í janúar var gjörólíkt öllu því sem hann hafði upplifað áður.

Hann birti færslu um málið á Facebook og myndir.

Facebookfærsla Castro.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vandinn sem íbúar hússins glímdu við var að þrjósk spæta hafði komið sér vel fyrir. „Fuglinn var sannkallaður hamstur,“ segir Castro og bætir við að fuglinn hafi gert göt í veggi hússins til að geyma mat í þeim.

Uppáhaldsmatur spætunnar var akörn. Þeim kom hún fyrir á sperrum og burðarbitum hússins. En því miður fyrir spætuna og íbúa hússins voru akörnin ekki kyrr þar, þau duttu ofan í holrúm í veggjunum.

Castro reiknaði með að finna nokkur akörn þegar hann gerði fyrsta gatið á einn vegginn en honum að óvörum tók þá við mikill straumur akarna út úr veggnum. Það voru bókstaflega akörn frá gólfi og upp í loft inni í veggjunum. Castro gerði göt á fleiri veggi og þegar upp var staðið höfðu 300 kíló af akörnum streymt út úr veggjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni