fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Nýtt sjónarhorn á málverk Monet – Málaði hann loftmengun samtímans?

Pressan
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 20:00

Sólarupprás er eitt af verkjum Monet. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málaði hinn heimsþekkti málari Claude Monet loftmengun samtíma síns? Loftmengun sem lagðist þétt yfir stórborgir í upphafi iðnvæðingarinnar.

Um þetta er fjallað í grein á vef Science Alert. Fram kemur að svo virðist sem Monet hafi málað myndir þar sem hann lét loftmengunina í borgunum fylgja með.

Það þarf ekki að eyða löngum tíma í að skoða sum málverka Claude Monet og Joseph Mallord William Turner til að sjá að þau eru þokukennd og óskýr.

Í nýrri rannsókn sýna vísindamenn fram á að verk Monet og Turner endurspegli veðurskilyrðin á þeirra tíma og þá loftmengun sem varð samhliða iðnvæðingunni. Á þeim tíma var loftmengunin aðallega tilkomin vegna sótagna frá kolabrennslu. Þær höfðu síðan áhrif á sólarljósið og skyggnið.

Út frá þessum upplýsingum rannsökuðu vísindamennirnir hvort þeir gætu spáð fyrir um hversu miklar mótsagnir mætti reikna með að sjá á 98 málverkum Monet og Turner.

Málverk Turner eru aðallega frá Englandi en Monet skipti á milli Parísar og Lundúna.

Vísindamennirnir segja að andstæðurnar á málverkum Monet passi við þá miklu mengun sem var í Lundúnum þegar hann málaði þau.

Science Alert segir að málverk Monet frá Lundúnum virðist endurspegla mengun af mannavöldum en málverk Turner af sólsetri frá 1815 endurspegli áhrif náttúrunnar á andrúmsloftið en þá hafi agnir frá eldgosinu í Tambora haft áhrif á litina á himninum og gert sólarlagið mun rauðara en venjulega.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu PNAS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru