fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Kínverjar klónuðu þrjár afburðakýr

Pressan
Laugardaginn 18. febrúar 2023 13:30

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskum vísindamönnum tókst nýlega að klóna þrjár „ofurkýr“ sem geta framleitt óvenjulega mikið af mjólk.

Þrír kálfar, sem voru klónaðir frá „ofurkúm“ fæddust í Ningxia-héraðinu í desember og janúar að sögn Ningxia Daily ríkisfjölmiðilsins. Er þessu afreki kínverskra vísindamanna fagnað og sagt að þetta geti skipt miklu máli fyrir kínverskan mjólkuriðnað. Nú verði hann ekki eins háður innfluttum tegundum.

Kálfarnir voru klónaðir frá afburðakúm af Holstein Friesian kyninu sem er upprunnið í Hollandi. Kýrnar, sem voru notaðar, framleiða allt að 18 tonn af mjólk á ári. Þetta er um 1,7 sinnum meira magn af mjólk en meðalkýr í Bandaríkjunum framleiddu 2021 samkvæmt upplýsingum frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu. CNN skýrir frá þessu.

Kínversku vísindamennirnir gerðu 120 klónuð fóstur úr frumum þessar vel mjólkandi kúa og komu fyrir í „staðgöngumæðrum“.

Allt að 70% af mjólkurkúm Kínverja eru fluttar inn erlendis frá að sögn the Global Times. Klónun „ofurkúa“ er því mikilvægt skref fyrir kínverskan mjólkuriðnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast