fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Segja einfalda skýringu á hvað Stórifótur er

Pressan
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 21:00

Er skýringin fundin?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfull vera  sem kemur út úr skugga skógarins til þess eins að skjótast aftur inn á milli trjánna. Þetta er eitthvað sem mörg mannsaugu hafa séð í gegnum tíðina en samt sem áður hefur engum tekist að horfast í augu við Stórfót, Bigfoot. Ef einhver rekst á þessa dularfullu og goðsagnakenndu veru mun hinn sá sami væntanlega verða hissa á hver horfir á hann.

Science Alert segir að nú hafi Floe Foxon, vísindamaður, sýnt fram á að í flestum þeim tilfellum sem fólk hefur séð Stórfót í Bandaríkjunum og Kanada hafi það í raun verið svartbirnir sem það sá. Þeir hafi einfaldlega gengið á afturfótunum og þannig blekkt fólk.

Bandarískir svartbirnir, Ursus americanus, ganga venjulega á fjórum fótum en rísa upp á afturfæturna ef það tryggir þeim betra útsýni eða betri lykt af einhverju áhugaverðu. Þegar þeir standa á afturfótunum geta þeir líkst manneskju en þó öllu loðnari.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa sagt að svartbirnir séu það sem fólk sá þegar það taldi sig sjá Stórfót.

Foxon byggir niðurstöðu sína á grunni fyrri rannsókna á þessu og bætti við þær og lét rannsókn sína ná yfir öll þau svæði í Bandaríkjunum og Kanada þar sem svartbirnir og fólk lifa nærri hvort öðru.

Gögnin, sem hann notaði, voru fengin hjá Bigfoot Field Researcher Organization en samtökin safna saman gögnum um þau tilvik þegar fólk telur sig hafa séð Stórfót.

Foxon bar þessar upplýsingar saman við gögn um útbreiðslu svartbjarna og fjölda þeirra og fjölda fólks á sama svæði.

Samkvæmt reiknilíkani hans, sem sýnir ef breytingar verða hjá annað hvort bjarndýrum eða mönnum, skiptir samspil tegundanna máli. Á svæðum þar sem mikið er af fólki og svartbjörnum, sjá fleiri Stórfót en annars staðar miðað við niðurstöður rannsóknar hans.

Rannsóknin hefur verið birt á bioRxiv.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær