fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Bylgja „sushi-hryðjuverka“ skekur Japan

Pressan
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 15:15

Sushi hlaðborð. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þykir ekki gott í Japan þegar fólk hellir sojasósu yfir hrísgrjónin sín, það er brot á venjum, en það eru til enn verri hlutir, „sushi-hryðjuverk“.

Sushi er gríðarlega vinsælt í Japan enda þjóðarrétturinn þar í landi. Nú er lögreglan að rannsaka grafalvarleg mál þar sem myndbandsupptökur sýna viðskiptavini á sushi-veitingastöðum eiga við matinn og hrekkja aðra gesti. Upptökurnar voru birtar á samfélagsmiðlum að sögn The Guardian.

Málið hefur haft þau áhrif að verð hlutabréfa í kaitenzushi-keðjunni hefur hríðfallið og eigendur sushi-staða hafa þurft að hugsa upp á nýtt hvernig þeir bera matinn fram.

Eitt alvarlegasta „sushi-hryðjuverkið“ hefur fengið um 40 milljónir áhorfa á Twitter. Á því sést unglingur sleikja toppinn á opinni sojaflösku og alla brún tebolla áður en hann setur þetta aftur á sinn stað í hillunni.

Eins og þetta sé ekki nógu alvarlegt þá sést hann einnig sleikja fingur sinn og snerta síðan tvo sushi-bita með honum þegar þeir runnu fram hjá honum á færibandinu á veitingastaðnum.

Upptakan var gerð á einum staða Sushiro-keðjunnar. Eftir að myndbandið var birt á samfélagsmiðlum lækkaði verð hlutabréfa í keðjunni um 5% á einum degi.

Í öðrum myndböndum sést ófyrirleitið fólk setja wasabi ofan á sushi, sem rennur fram hjá því á færibandi, og sleikja skeið sem er notuð til að moka grænu tei upp úr dollu.

Þessi myndbönd, og fleiri álíka, hafa valdið miklum titringi í Japan og þykir fólki sem þjóðarrétturinn sé vanvirtur með þessu. En það sem þykir enn verra er sú óvirðing sem víðfrægu hreinlæti Japana er sýnt með þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu