The Guardian skýrir frá þessu og segir að rannsóknin sé sú fyrsta sem sýnir að hormónið getur aukið virkni þeirra heilasvæða sem tengjast kynferðislegri örvun hjá báðum kynjum.
Vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina, segja að sumar þeirra kvenna, sem fengu hormónið, hafi upplifað sig „meira sexý“ og að karlarnir hafi verið „ánægðari með kynlífið“ og hafi risið hold betur en áður þegar þeir horfðu á erótískar myndir en það var hluti af rannsókninni að þeir gerðu það.
44 ára karlmaður, sem sagðist hafa átt í erfiðleikum með að halda ástarsamböndum gangandi vegna þess hversu lítil kynhvöt hans var, eignaðist son eftir að maki hans varð barnshafandi í sömu viku og hann fékk hormóna. „Útkoman fyrir mig úr rannsóknin var eins góð og hugsast gat,“ sagði hann.
Kisspeptin er náttúrulegt hormón sem örvar losun annarra kynhormóna í líkamanum.