The Guardian segir að sérfræðingar telji líklegt að þegar farfuglar koma til landsins á næstu vikum og mánuðum beri þeir fuglaflensuveiru með sér og ný bylgja skelli á og sé útlitið slæmt.
Núverandi fuglaflensufaraldur er af völdum H5N1 afbrigðis veirunnar en það á uppruna sinn í alifuglabúum í Asíu og hefur breiðst út um allan heim. Gegna sýktir farfuglar lykilhlutverki við að bera veiruna út.
Á Bretlandseyjum hafa 65 tegundir villtra fugla smitast á síðustu tveimur árum. Til dæmis drápust um 16.000 helsingjar á Solway Firth síðasta vetur og rúmlega fjórðungur kría í landinu drapst síðasta sumar. Á eyjunni Foula, einni Hjaltlandseyja, drápust 1.500 skúmar eða um 4% af öllum skúmum í heiminum.