Þetta sagði Laurie Rowell, lögmaður Read, í samtali við CNN fyrir nokkrum árum þegar fjallað var um hann.
Það voru kannski góðverk af þessu tagi sem urðu til þess að Read ákvað að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið eftir andlát sitt. Í erfðaskrá sinni ánafnaði hann Brattleboro Memorial sjúkrahúsinu 4,8 milljónir dollara og Brooks bókasafninu 1,2 milljónir dollara.
Gina Pattison, hjá Brattlebro sjúkrahúsinu, sagði í samtali við WCAX að það hafi komið ánægjulega á óvart að fá þessa gjöf frá Read sem hún sagði oft hafa komið á kaffihúsið á sjúkrahúsinu til að fá sér morgunmat.
Talsmaður bókasafnsins fagnaði gjöfina til safnsins mjög og sagði þetta vera stærstu einstöku gjöfina til safnsins síðan 1886.
Read gegndi herþjónustu í síðari heimsstyrjöldinni og fékk hlutastarf sem húsvörður hjá J.C. Penney að stríðinu loknu. Hann starfaði þar allt til 1997 þegar hann fór á eftirlaun.
Hann var aldrei hálaunamaður en fjárfesti í hlutabréfum áratugum saman og dreifði fjárfestingum sínum að sögn Rowell.
Í tilkynningu frá lögmannsstofu hennar segir að Read hafi lifað hófsömu lífi og hafi hatað að eyða peningum eða sjá eitthvað fara til spillis. „Hann lagði ekki einu sinni nærri lögmannsstofu minni því hann vildi ekki borga fyrir að leggja,“ segir í tilkynningunni.
Eftir að Read lést fór Rowell í bankahólf hans til að sækja ýmis skjöl. Þá áttaði hún sig á hversu sparsamur hann hafði verið. Hólfið var stútfullt af hlutabréfum. Þegar allt hafði verið gert upp lá fyrir að hann hafði skilið rúmlega 8 milljónir dollara eftir sig.
Auk fyrrgreindra gjafa þá ánafnaði hann hluta af auðæfum sínum til fósturbarna sinna og vina.