fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Vatíkanið rak tvær „uppreisnargjarnar“ nunnur fyrir að neita að yfirgefa klaustur

Pressan
Laugardaginn 18. febrúar 2023 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatíkanið rak nýlega tvær nunnur úr reglu þeirra eftir að þær vildu ekki verða við beiðni um að yfirgefa klaustur, sem er frá sjöundu öld, við Amalfiströnd Ítalíu.

„Uppreisnarnunnurnar“, Massimiliana Panza og Angela Maria Punnackal, yfirgáfu Santa Chiara klaustrið eftir að þeim hafði borist bréf frá Frans páfa þar sem hann tilkynnti þeim að hann hefði aflétt „skyldum heilagrar þjónustu“ af herðum þeirra.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að síðasta áratuginn hafi aðeins þrjár nunnur búið í klaustrinu. Auk Panza og Punnackal bjó Maria Cristina Fiore, 97 ára, þar en hún hefur búið í klaustrinu síðan 1955.

Þær voru beðnar um að flytja í annað klaustur eftir að Vatíkanið komst að þeirri niðurstöðu að of fáar nunnur væru í klaustrinu til að það væri réttlætanlegt að sinna viðhaldi á því.

Nunnurnar reyndu að ná samningum við Vatíkanið um málið en án árangurs.

Eins og fyrr sagði voru Panza og Punnackal reknar úr klaustrinu og sviptar nunnuklæðunum fyrir að neita að fara að beiðni Vatíkansins um að flytja. Fiore fékk hins vegar leyfi til að dvelja áfram í klaustrinu vegna aldurs og heilsufarsvandamála en hún er rúmliggjandi. Tvær aðrar nunnur eru fluttar inn í klaustrið til að annast hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um