fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Fókus

„Eldri konan“ sem tók sveindóm Harry prins hefur gripið hug og hjarta bresku þjóðarinnar – „Hefur til að bera allt það besta sem einkennir breska þjóðarsál“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 11. febrúar 2023 22:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfsævisaga Harry prins, Spare, er mest selda bók allra tíma í flokki annarra bóka en skáldsagna.

Internetið hefur hreinlega farið á hliðina við að greina svo að segja hverju einustu setningu sem fram kemur í bókinni. 

Frosið typpi og slitið hálsmen

Hvað mesta athygli hefur meðal annars vakið frásögn Harry af því þegar að skaufi hans fraus og hann notaði andlitskrem móður sinnar sálugu, Díönu prinsessu, við að koma félaganum í lag. 

Sama má segja um meinta árás Vilhjálms prins á bróður sinn í deilu um Meghan Markle sem mun hafa endað á því að Vilhjálmur ýtti við Harry með þeim afleiðingum að hann datt á hundaskál og sleit hálsmen. 

Það hefur sennilegast ekki verið Harry í huga við gerð bókarinnar að hann yrði dregin sundur og saman í háði, eins og reynst hefur. Og ekki bara á internetinu heldur einnig í vinsælustu sjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. 

Missir sveindómsins

Og þegar búið að fara að fara yfir frosna typpið og slitna hálsmenið fór athyglin að beinast að frásögn Harry um hvernig hann missti sveindóminn. 

Hann segir að um niðurlægjandi lífsreynslu hafa verið að ræða.

Hann hafi verið 17 ára gamall þegar að eldri kona, mikil hestaunnandi líkt og Harry, hafi vippað sér á hann aftan við krá nokkra og komið fram við hann eins og ungan stóðhest. 

Að atburðinum loknum hafi hún smellt höggi á rass hans, og sagt honum að halda sína leið. 

Bæði fjölmiðlar og internetsnápar hófu strax að velta fyrir sér hver hin eldri kona væri.

Flestir töldu eldri konu vísa til þess að umræddur kvenmaður hefður verið á þrítugs- eða fertugsaldri og fjölda nafna var kastað fram.

Einna oftast var fyrirsætan og leikkonan Elizabeth Hurley nefnd. Hún er 57 ára og því 19 árum eldri en Harry og bjó þá á býli í suðurhluta Englands, en talið var nokkuð víst að umrædd krá hefði verið á því svæði. 

Hurley, orðin fremur lúin á kjaftasögunum, kom á endanum fram í viðtali og aftók með öllu að bera ábyrgð á verknaðinum en viðurkenndi að hafa i byrjun fundist sagan nokkuð fyndin. 

Elizabeth Hurley - IMDb
Elizabeth Hurley lá lengi undir grun.

Sasha stígur fram

Þótt að Harry nafngreini ekki konuna var hópur fólks sem strax kveikti á perunni um hvaða dömu væri að ræða. Og um síðustu helgi steig Sasha Walpole fram og staðfesti í viðtali við breska blaðið Sun að hún væri sú er Harry missti svein­dóm­inn með. 

Sagðist Walpole hafa litla löngun til að ræða þetta litla ævintýri, reyndar finnist það henni það fáránlegt umræðuefni á meðan að arðskjálftar og stríð herja á íbúa heimsins. 

En þar sem hún vissi að hún yrði nafngreind á næstu dögum taldi hún rétt að segja sína hlið. 

Sasha vann í hesthúsi konungsfjölskyldunnar þar sem hún sinnti póló hestum, en póló er íþrótt sem breski aðallinn er afar elskur að.

Hún var í vinahópi ungmenna sem flest tengdust hestum á einhvern hátt, og var Harry meðal þeirra. Hópurinn hittist oft á kránni, fékk sér bjór og gerði það sem ungt fólk gerir í frístundum.

Segir hún þau öll hafa verið jafningja utan vinnu, einnig prinsana en Vilhjálmur fékk sér oft öl með þeim. 

Pollróleg

Walpole er að mestu pollróleg yfir frásögninni en finnst nokkuð sérkennilegt að vera kölluð eldri kona þar sem atburðurinn átti sér stað á 19 ára afmælisdegi hennar.

Hún er því tæplega tveimur árum eldri en Harry og rúmlega ári yngri en eiginkona hans, Meghan Markle.

Henni finnst einnig ekki tiltakanlega skemmtilegt að Harry lýsi atburðinum sem niðurlægjandi.

19 ára afmæli í ástarsorg

Hópurinn var að fagna afmæli hennar og gaf Harry henni meðal annars kort og dúkku í líki Svínku í tilefni dagsins.

Walpole, sem lýsir sér sem ekta sveitastelpu, er gift, tveggja barna móðir og vinnur á gröfu og öðrum stærri vinnuvélum. . 

Í viðtali við hinn þekkta sjónvarpsmann, Piers Morgan, sagði hún frásögn Harry að mestu leyti rétta.

Hún segir þau aldrei verið par né gefið hvort öðru auga en þetta kvöld hafi þau bæði verið drukkin og farið að baki kránni til að fá sér sígarettu eftir slatta af skotum af Sambucca og Baileys með viskí. 

Þau fengu sér svo labbitúr á nálægan akur og segist Walpole ekki almennilega hvernig það kom til en allt í einu voru þau farin að kyssast og leiddi eitt af öðru.

„Eins og krakkar á þessum aldrei gera,“ sagði hún við Morgan og hló. Fljótlega fór Harry aftur í skóla og vinahópurinn leystist upp.

Reyndar sá Walpole Harry aldrei aftur.

Hún segist hafa sagt mömmu sinni, systur og bestu vinkonu frá hoppinu á akrinum en síðan lítið leitt hugann að því. Hún sagði síðar eiginmanni sínum frá og segir að þeim öllum hafi ekki getað staðið meira á sama.

Á ég ekki skilið sömu virðingu?

Morgan spurði hvort hún væri Harry reið fyrir að segja frá atburðinum en Walpole gerði lítið úr því en viðurkenndi að þótt frásögnin kæmi henni ekki í uppnám hefði hún gjarnan viljað að Harry hefði látið hana vita.

Því þótt nafn hennar komi ekki fram hafi ekki erfitt að draga réttar ályktanir. 

„Ég sýndi Harry þá virðingu að þegja yfir þessu í 21 ár og hann hefði átt að gera slíkt hið sama.“

Sagði hún einnig hafa verið verið fremur erfitt að viðurkenna fyrir föður sínum að um dóttur hans væri að ræða.

„Ég hafði ekki hugmynd um að Harry væri hreinn sveinn, þetta var stutt gaman en skemmtilegt þótt hann vissi lítið hvað hann væri ,eða ætti að gera.

En við vorum bæði pissfull og ég í ástarsorg. Annars hefði þetta aldrei gerst.“ 

Frábiður sér meiri umfjöllun

Sasha Walpole segir að með því að koma fram vonist hún til að umræðunni sé lokið, blaðamenn hætti að banka upp á og ljósmyndarar láti hana í friði. 

Segist hún ekkert vilja frekar en að fara aftur heim í sveitina til barna sinna, eiginmanns, hestanna og vinnuvélanna. 

En Sasha Walpole hefur snert við streng í hjarta bresku þjóðarinnar og jafnvel hin oft grimma, breska pressa, á ekki til nógu sterk orð til að hrósa henni.

Jafnvel hörðustu andstæðingar í „Megxit“ málinu mikla eru sammála um ágæti Sasha Walpole. 

Enda er Walpole brosmild, hrein og bein í viðtölum, kvartar ekki, hefur þennan kalda, breska, húmor og það sem Bretar virða mest – hefur sýnt konungsfjölskyldunni þá virðingu að þegja  í 21 ár, þrátt fyrir að hafa auðveldlega getað selt ögu sína fyrir háar fjárhæðir í gegnum árin. 

Bretar ástfangnir

Hún er sögð hafa til að bera allt það besta í breskri þjóðarsál; Vinnusöm, fyndin og traust móðir af landsbyggðinni sem forðast kastljósið og sýnir einkamálum annarra virðingu. Komi Meghan Markle vægast sagt illa út í samanburði og best hefði verið að fá Walpole sem prinsessu.

Þegar að Morgan spurði Walpole hvort hana hefði dreymt um konunglegt brúðkaup hló Walpole bara og sagði slíkt út í hött.

Það er auðvitað enginn vafi á því að hún hefur fengið greitt fyrir viðtöl sem birst hafa í vikunni en svo að segja allir álitsgjafar segja hana eiga það skilið, nóg hafi Harry grætt á bók sinni.

Eða eins og einn blaðamaður orðaði það í sjónvarpsumræðum: „Hún á alveg skilið eins og eina Spánarferð með fjölskyldunni.“ 

Hér má sjá viðtal Piers Morgan við Sasha Walpole og er það einkar skemmtilegt.

Morgan, sem er álitinn hvað aðgangsharðasti sjónvarpsmaður Bretlands, og þótt víðar væri leitað, er algjörlega heillaður af Sasha og fer ekki felur með aðdáun sína.

„Sasha Walple hefur til að bera allt það besta sem einkennir breska þjóðarsál,“ segir sjónvarpsmaðurinn. Og svo virðist að margir séu á sama máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“

Rómantískur eiginmaður fór heim með allt aðra vöru – „Klaufalegt klúður af okkar hálfu“
Fókus
Í gær

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024

Þær eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2024
Fókus
Í gær

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“

Gummi og Lína ástfangin í fimm ár – „Þú og ég á móti heiminum“
Fókus
Í gær

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice

Þess vegna ætlar hún aldrei aftur að vera dómari í The Voice
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox

Ófær um að brosa eftir of mikið bótox
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“

„Ég er skrýtinn gaur með sérstök áhugamál og ástríðu fyrir óvenjulegum hlutum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi

Læknir varar við heimsmetatilraun klámstjörnunnar – Svona ætlar hún að ná að sofa hjá 1000 karlmönnum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“

Bubbi kominn með nýtt tattú – „Bubbi litli haldandi í hendi mömmu“