fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Arsenal gerði jafntefli – Leicester rúllaði yfir Tottenham

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. febrúar 2023 16:58

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal mistókst að vinna sinn heimaleik í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Brentford.

Heimamennirnir voru mun sterkari í leiknum og komust yfir með marki frá Leandro Trossard í seinni hálfleik en hann hafði komið inná sem varamaður.

Sú forysta entist í stuttan tíma en átta mínútum síðar var staðan orðin 1-1 er Ivan Toney jafnaði metin fyrir Brentford.

Arsenal pressaði og pressaði að marki Brentford undir lok leiks en án árangurs og lokastaðan. 1-1.

Leicester City bauð þá upp á frábæra frammistöðu gegn Tottenham og skoraði fjögur mörk gegn einu.

Leicester hefur verið í fallbaráttu á tímabilinu en spilaði virkilega vel í dag og vann að lokum 4-1 sigur.

Nathan Jones er þá líklega búinn að stýra sínum síðasta leik sem stjóri Southampton eftir 2-1 tap gegn Wolves þar sem það fyrrnefnda var manni fleiri allan seinni hálfleikinn.

Hér má sjá öll úrslit dagsins.

Arsenal 1 – 1 Brentford
1-0 Leandro Trossard(’66)
1-1 Ivan Toney(’74)

Leicester 4 – 1 Tottenham
0-1 Rodrigo Bentancur(’14)
1-1 Nampalys Mendy(’23)
2-1 James Maddison(’25)
3-1 Kelechi Iheanacho(’45)
4-1 Harvey Barnes(’81)

Fulham 2 – 0 Nott. Forest
1-0 Willian(’17)
2-0 Manor Solomon(’88)

Crystal Palace 1 – 1 Brighton
0-1 Solly March(’63)
1-1 James Tomkins(’69)

Southampton 1 – 2 Wolves
1-0 Carlos Alcaraz(’24)
1-1 Jan Bednarek(’72, sjálfsmark)
1-2 Joao Gomes(’87)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Í gær

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“