Það var mikið fjör í Lengjubikarnum í dag en tveir leikir í karlaflokki fóru fram A deild í riðli 1.
ÍA bauð upp á magnaða endurkomu gegn Vestra eftir að hafa lent 3-0 undir en vann leikinn að lokum, 4-3.
Staðan var 3-0 fyrir Vestra eftir fyrri hálfleikinn en ÍA kom frábærlega til baka í þeim seinni og gerði fjögur mörk.
HK og Grindavík áttust einnig við en í þeim leik fóru heil fjögur rauð spjöld á loft í 4-0 sigri HK.
HK fékk tvær vítaspyrnur í leiknum sem Atli Arnarson skoraði úr en hann endaði á að gera þrennu í sigrinum.
ÍA 4 – 3 Vestri
0-1 Benedikt V. Waren
0-2 Vladimir Tufegdzic
0-3 Benedikt V. Waren
1-3 Viktor Jónsson
2-3 Haukur Andri Haraldsson
3-3 Viktor Jónsson
4-3 Gísli Laxdal Unnarsson
HK 4 – 0 Grindavík
1-0 Atli Arnarson
2-0 Atli Arnarson(víti)
3-0 Tumi Þorvarsson
4-0 Atli Arnarson(víti)