Martin Ödegaard hefur útskýrt ást sína á Arsenal en hann skrifaði undir endanlegan samning við félagið árið 2021.
Ödegaard kom til Arsenal frá Real Madrid en hann var á sínum tíma talinn einn efnilegasti ef ekki efnilegasti leikmaður heims.
Ödegaard var alltaf aðdáandi Arsenal sem krakki en eini tölvuleikurinn sem hann spilaði fótboltaleikurinn vinsæli, FIFA.
,,Ég hef aldrei verið það hrifinn af tölvuleikjum, ég er af þessari kynslóð sem lék sér úti en eina undantekningin var FIFA. Ég spilaði aðallega ‘Career Mode,“ sagði Ödegaard.
,,Þú færð að vera stjórinn þar og það félag sem ég valdi alltaf var Arsenal. Þetta var mitt lið í FIFA, ég ólst upp í Noregi og horfði á mikið af ensku úrvalsdeildinni.“
,,Ég fékk góða tilfinningu frá Arsenal og hafði séð klippur af Thierry Henry og þeim ósigruðu (e. the invincibles).
,,Ég þekkti sögu félagsins að ala upp leikstjórnanda eins og Cesc Fabregas, Samir Nasri og Mesut Özil, þetta voru tæknilega góðir leikmenn sem reyndu erfiðar sendingar, mín týpa af leikmanni.“