Lisandro Martinez, leikmaður Manchester United, er búinn að velja dulnefni fyrir framherjann Wout Weghorst.
Weghorst kom til Man Utd í janúar frá Burnley en hann hafði áður leikið með Besiktas á láni í Tyrklandi.
Martinez mætti Weghourst á HM í Katar þar sem Lionel Messi var pirraður út í framherjann stóra.
,,Hvern ertu að horfa á heimskingi? Áfram með þig, heimski,“ sagði Messi við Weghorst eftir leik Argentínu við Holland á HM sem lauk með 3-1 sigri þess fyrrnefnda.
Martinez er nú búinn að taka upp á því að kalla Weghourst ‘Bobo’ sem þýðir hálfviti eða vitleysingur á spænsku.
Weghourst hefur byrjað erfiðlega á Old Trafford og er með eitt mark hingað til gegn Nottingham Forest í deildabikarnum.