Kyle Walker, leikmaður Manchester City, er orðinn vel þreyttur á gagnrýni í kringum Erling Haaland, liðsfélaga sinn.
Haaland hefur verið magnaður fyrir Man City á tímabilinu en er oft kennt um er liðinu gengur ekki vel og honum mistekst að skora.
Man City tapaði 1-0 gegn Tottenham um síðustu helgi þar sem Haaland náði sér ekki á strik og fékk hann gagnrýni vegna þess.
,,Erling hefur verið stórkostlegur, það segir enginn neitt þegar hann skorar mörk og við vinnum okkar leiki,“ sagði Walker.
,,Allt í einu vinnum við ekki og að hann skori ekki er vandamálið, spilum við betur án Erling? Ég heyri þetta alla daga en enginn kvartar yfir því að hann hafi skorað 25 mörk á tímabilinu.“
,,Hann er stórkostlegur leikmaður og þetta er liðið sem við munum vinna með út tímabilið.“