Chelsea var búið að taka ákvörðun um að reka Thomas Tuchel nokkru áður en hann fékk sparkið frá félaginu.
The Times greinir frá en Tuchel var látinn fara í byrjun tímabils og var Graham Potter ráðinn í hans stað.
Chelsea vildi bíða eftir að félagaskiptaglugginn myndi loka og tók ákvörðun fyrir síðustu tvo leiki hans við stjórnvölin.
Síðasti leikur Tuchel var í Króatíu en Chelsea tapaði þá 1-0 gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni.
Eigendur Chelsea voru búnir að gefast upp á Tuchel löngu fyrir það tap og var ákvörðunin ekki tekin í fljótfærni.