fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Var sagt að sofa hjá Leonardo DiCaprio fyrir ferilinn sinn

Fókus
Föstudaginn 10. febrúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Mischa Barton, sem er helst þekkt fyrir leik sinn í unglingaþáttunum The O.C., segir þegar hún var 19 ára gömul hafi kynningarfulltrúi hennar sagt henni að sofa hjá leikaranum Leonardo DiCaprio.

Þessu greindi hún frá í viðtali sem var tekið við hana árið 2005 en það hefur aftur vakið athygli eftir gagnrýni í garð DiCaprio fyrir að eiga aðeins í ástarsamböndum við konum sem eru yngri en 25 ára, jafnvel yngri en tvítugt. Hann er 48 ára gamall í dag og sást nýlega með 19 ára fyrirsætunni Eden Polani.

Kynningarfulltrúi Barton hélt því fram að það yrði gott fyrir feril hennar í Hollywood að sænga hjá leikaranum. Barton var 19 ára á þeim tíma og DiCaprio var þá 30 ára.

Á þessum tíma var DiCaprio nýhættur með ofurfyrirsætunni Gisele Bündchen eftir sex ára samband.

Barton segir að kynningarfulltrúinn hennar á þeim tíma hafi séð DiCaprio í myndatöku og sagt við hana: „Fyrir ferilinn þinn, farðu og sofðu hjá þessum manni.“

Barton tók samt fram að hún hefði engan áhuga á eldri mönnum „Er Leo ekki 30 eða eitthvað?,“ sagði hún við kynningarfulltrúann.

DiCaprio hefur verið hafður að háði og spotti í gegnum tíðina fyrir aldur kvennanna sem hann hefur átt í ástarsambandi við, en allar hafa þær verið 25 ára eða yngri. 

Fólki var þó hætt að vera skemmt þegar hann sást með Pelosi sem er aðeins 19 ára og þykir mörgum tæpur 30 ára aldursmunurinn alltof mikið, sérstaklega þegar konan er ekki komin á þrítugsaldur, enda mikill þroski sem á sér stað á aldrinum 19-25 ára. Þykir mörgum vísbendingar benda til þess að DiCaprio sé ekki tilbúinn að horfast í augu við aldur sinn og sé það sífellt að verða óhuggulegra með árunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“