Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að gríðarlegt álag sé ein af ástæðum þess að leikmenn hans eru margir að glíma við meiðsli þessa dagana.
Antony, Scott McTominay og Anthony Martial missa af næstu tveimur leikjum liðsins gegn Leeds og Barcelona.
Þessir þrír leikmenn bætast í hóp Christian Eriksen og Donny van de Beek sem eru lengi frá. Casemiro er að taka út leikbann og Aaron Wan-Bissaka var veikur í miðri viku.
„Þetta er erfitt tímabil,“ sagði Ten Hag.
„Heimsmeistaramótið setur aukið álag á menn. Það er vitað fyrir að álagið er mikið og þetta móti eykur það.“
„Eriksen fellur ekki undir þetta álag, Martial er það ekki heldur. Ef þú spilar fótbolta á hæsta stigi þá eru meiðsli hluti af þessu.“