Carlo Ancelotti þjálfari Real Madrid er samkvæmt fréttum ESPN að taka við landsliði í Brasilíu og tekur hann við liðinu í sumar.
Sagt er að þessi 63 ára gamli þjálfari hafi samþykkt tilboð frá Brasilíu um að taka við.
Sagt er í frétt ESPN að Ancelotti hafi látið nokkra af leikmönnum Real Madrid vita af áformum.
Samningur Ancelotti mun gilda út sumarið 2026 eða fram yfir Heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
Ancelotti er með samning við Real Madrid til ársins 2024 en að öllum líkindum hættir hann hjá spænska risanum í sumar.