Atletico Madrid mun biðja Chelsea um í raun fáránlega upphæð ef félagið vill halda Portúgalanum Joao Felix.
Felix skrifaði undir lánssamning við Chelsea í janúar og borgar fyrir hann 10 milljónir punda út tímabilið.
Samkvæmt Mundo Deportivo er Atletico opið fyrir því að losa Felix en fyrir 125 milljónir punda.
Það er meira en Atletico borgaði fyrir Felix árið 2019 er hann kostaði 119 milljónir punda frá Benfica.
Á þeim tíma var Felix talinn einn allra efnilegasti leikmaður heims en náði aldrei hæstu hæðum á Spáni.