fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Gerður sviptir hulunni af uppskriftinni að píkudekri fyrir Valentínusardaginn

Fókus
Föstudaginn 10. febrúar 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greinin birtist fyrst á vef Blush og er hér endurbirt með leyfi. Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, skrifar:

Í fyrra gaf Blush út grein um SpariTott sem vakti gríðarlega mikla athygli þar sem greinin fór á flug í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Nú styttist í valentínusar- og konudag og því fannst okkur tími til kominn að deila með ykkur uppskrift af Píkudekri.

Píkur eru misjafnar eins og þær eru margar. Sumar eru mjög næmar og jafnvel viðkvæmar fyrir mikilli örvun á meðan aðrar vilja mikla og öfluga örvun, helst með tækjum og tólum. Hér koma því nokkrar aðferðir sem gott er að nota til að læra enn betur inn á píkuna í þínu lífi.

Til að byrja með er mikilvægt að skapa rétta stemningu. Píkudekur á að vera stund fyrir ykkur til að kynnast og dekra við píkuna á rólegan hátt, prófa ykkur áfram og skoða hvað það er sem píkan fílar. Markmiðið er ekki að veita fullnægingu sem fyrst eða að vinna einhverja keppni heldur að læra inn á píkuna og styrkja tenginguna. Mikilvægt er að þiggjandi gefi sér rými til að slaka vel á og njóta.

Gott er að skapa svolítið rómantíska stemningu, hafa tónlist og jafnvel kerti, passa upp á hitastigið í rýminu, að það sé hlýtt og notalegt og að ekkert óþarfa dót í kringum ykkur sé að trufla. Við mælum einnig með að prófa að hafa auka kodda til að setja undir rass eða fætur.

Samtal

Píkudekur snýst fyrst og fremst um samtal, talið saman um hvað makanum finnst gott. Hversu fast eða laust viltu láta snerta píkuna og hvaða svæði viltu láta örva, er það snípurinn, leggöng, skapabarmar eða endaþarmur? Skildu eftir rými fyrir maka til að leiðbeina þér í gegnum ferlið. Spurðu reglulega hvort makinn vill meira af þessu eða hinu, gera fastar eða lausar og svo framvegis. Þannig lærir þú að dekra við píkuna og áður en þú veist af verður píkudekur partur af ykkar forleik.

Sýnikennsla

Það getur hjálpað til ef makinn sýnir þér hvernig þeim þykir best að snerta píkuna sína. Finnst þeim gott að nota einn fingur til að nudda yfir snípinn eða fleiri fingur, jafnvel allan lófann? Snertir makinn þinn snípinn beint eða er meira verið að snerta í kringum snípinn? Bæði samtalið og sýnikennslan hjálpar þér að vita nákvæmlega hvað makanum þínum finnst gott sem gerir píkudekrið ennþá unaðslegra.

Hvernig á að snerta píku?

Við mælum með að nota nóg af sleipiefni. Byrjaðu á að snerta barma og í kringum snípinn á meðan píkan er að hitna. Ef makinn þinn fílar beina örvun á snípinn er ágætt að byrja mjög laust.. ímyndaðu þér að þú sért að strjúka vængjum á fiðrildi, svo laust erum við að tala um.

Það er betra að byrja of laust og auka frekar þrýsting ef þess þarf. Ekki byrja allt of fast, það gæti jafnvel valdið óþarfa óþægindum. Mikilvægt er að átta sig á að píkudekur getur tekið allt að 15-60 mínútur og á að vera hæg og yfirveguð örvun.

Eins og fyrr segir er samtalið mikilvægt svo vertu óhrædd/ur við að halda uppi samtali á meðan og spyrja til dæmis, er þetta gott, viltu meira, viltu að ég geri eitthvað öðruvísi? Notaðu tækifærið til að kynnast makanum þínum betur og talið saman um hver upplifunin er, það hjálpar þér að veita nákvæmlega þá örvun og unað sem píkudekrið getur gefið.

Ef við förum aðeins yfir hvernig stellingu best er að vera í þegar verið er að þiggja píkudekur þá mælum við með að liggja á bakinu og gott er að nota kodda undir fætur/hné sem stuðning en það að vera í góðri og þægilegri stellingu getur aukið unaðinn verulega. Maki sem gefur píkudekrið situr þá til hliðar eða beint fyrir framan.

Sleipiefni

Við mælum eindregið með að nota sleipiefni í píkudekri en það gerir dekrið enn betra! Snípurinn smyr sig ekki sjálfur svo það er mikilvægt að nota gott sleipiefni til að auka unaðinn. Uberlube er okkar uppáhalds sleipiefni fyrir píkudekur en það inniheldur aðeins náttúruleg efni, er lyktarlaust og klístrast ekki. Sleipiefnið er blandað sílikoni sem gefur því silkimjúka áferð og góða endingu en það hefur aðeins fjögur innihaldsefni sem gerir það eitt af hreinustu sleipiefnunum á markaðnum. Uberlube er hágæða sleipiefni sem hefur ekki neikvæð áhrif á sýrustig eða bakteríuflóru í leggöngum svo það hentar einstaklega vel í píkudekrið. Ef þið eruð að nota tæki með píkudekrinu mælum við hins vegar með að nota EasyGlide sleipiefnið þar sem ekki má nota Uberlube með sílikontækjum.

Fyrir einstaklinga sem vilja extra mikla örvun, þá mælum við með að bera örvandi olíuna frá High on Love á snípinn. Olían gerir píkuna extra næma og móttækilega fyrir örvun en hún hefur þann eiginleika að auka blóðflæði í snípinn, gera hann næmari fyrir snertingu auk þess að ýta undir náttúrulega rakamyndun. Olían getur einnig ýtt undir og aukið kynlöngun.

Kynlífstæki

Ef þig langar til að taka píkudekrið upp á hærra stig þá mælum við með að vera með nett og gott kynlífstæki. Gerður fer yfir nokkur af þeirra uppáhalds tækjum, sem eru á afslætti þessa dagana, sem henta einstaklega vel með píkudekri.

Listann má skoða hér.

Hér eru sex aðferðir til að snerta píku. 

Athugið að sleipiefni gerir upplifunina mun betri.

  1. Bein örvun á sníp: Notaðu 1-2 fingur eða tæki til að nudda snípinn.
  2. Einföld hliðar örvun: Notaðu fingur eða tæki til að örva til hliðar við snípinn.
  3. Tvöföld hliðar örvun: Notaðu tvo fingur og myndaðu V með fingrunum þannig að snípurinn nuddast á milli fingranna.
  4. Örvun á skapabarma: Prófaðu að nudda og jafnvel tosa örlítið í ytri skapabarmana.
  5. Örvun yfir allt svæðið: Notaðu lófann til að nudda fram og til baka yfir alla píkuna.
  6. Létt örvun: Prófaðu að strjúka mjög létt yfir snípinn í eina átt, sem dæmi strjúktu bara niður í 30 sek og svo bara upp í 30 sek.

Ef maki fær fullnægingu í píkudekri þá mælum við með að prófa að setja lófann yfir píkuna og þrýsta létt á svæðið til að magna upp fullnæginguna og lengja unaðinn. Ímyndaðu þér að þú sért að knúsa píkuna með lófanum.

Að lokum mælum við með að spila kynþokkafulla, rólega tónlist á meðan þú gefur eða þiggur píkudekur. Það býr til stemningu og fær þig til að gleyma þér í ánægjunni. Lagalistann Blush Sexy Time má finna á Spotify en hann er fullkominn í píkudekrið.

Dagana 10.-19. febrúar bjóðum við upp á sérstakt píkudekursbox á frábæru verði sem inniheldur allar þær vörur sem þú þarft til að gefa unaðslegt píkudekur!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Í gær

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu