Nicklas Bendtner birti afar athyglisverða færslu á dögunum. Þar var hann allsnakinn.
Þessi fyrrum danski knattspyrnumaður er þekktur sprelligosi. Myndin hefur þó komið mörgum á óvart ef marka má athugasemdakerfið.
Bendtner, sem spilaði sem framherji, á að baki feril fyrir stórlið á borð við Arsenal og Juventus.
Hann lagði skóna á hilluna fyrir tæpum tveimur árum síðan.
Hér að neðan má sjá myndina sem um ræðir.