Jurgen Klopp stjóri Liverpool gaf leikmönnum sínum tvo daga í frí eftir mjög slæmt tap gegn Wolves um síðustu helgi.
Wolves pakkaði Liverpool saman 3-0 en til að reyna að létta lund sína og leikmanna ákvað Klopp að henda í frí.
Liverpool er í tíunda sæti í ensku úrvalsdeildinni og mætir grönnum sínum í Everton á mánudag.
„Við skoðuðum leikinn og ræddum saman og ákváðum að gefa tvo daga í frí, það var langur tími frá laugardegi til leiksins gegn Everton á mánudag,“ sagði Klopp.
„Ég hefði getað haft æfingu á sunnudag og svo byrjað að undirbúa leikinn gegn Everton á mánudag. Það hefði engu hjálpað, það hefði verið slæmt og getað skapað meiðslahættu.“
„Á sunnudag ræddum við saman og ég taldi það 100 prósent rétt að gefa tveggja daga frí. Það hjálpað, ég fór heim á sunnudag í slæmu skapi og kom til baka í góðu skapi. Ég fékk mörg símtöl en var í betra skapi sem hjálpar.“