fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Margrét og Tómas skilin -„Í hverju á nýskilin kona að vera í í Gísla Marteini í kvöld?“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. febrúar 2023 10:09

Margrét Erla Maack. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Erla Maack og Tómas Steindórsson eru hætt saman. Parið á eina dóttur, fædd í október 2019, en þau höfðu verið saman í yfir sex ár.

Margrét starfar sem fréttakona á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, skemmtikraftur, veislustjóri og danskennari í Kramhúsinu. Margrét er einnig Burlesque-drottning landsins og heldur reglulega námskeið og sýningar sem eru vinsæl og vekja athygli.

Tómas starfar sem útvarpsmaður á X977 og stjórnar þar þáttunum Tommi Steindórs og Boltinn lýgur ekki.

Margrét var í forsíðuviðtali DV í maí 2019 þá ófrísk af dótturinni, þar sagði hún meðal annars frá fyrstu kynnum þeirra Tómasar.

Frétt um sambandsslitin birtist á visir.is í morgun og segir Margrét í samtali við DV að hvorugt þeirra hafi verið spurt áður en fréttin birtist. Í færslu sem hún birti fyrir stuttu á Facebook skrifar hún: 

„Ógeðslegt og smekklaust. Hvorugt okkar beðið um leyfi og auglýsingar seldar í kringum sambandsslitin. Við erum ekki einu sinni búin að útskýra málið til hlítar fyrir þriggja ára dóttur okkar. Tómas farðu nú og taktu í lurginn á samstarfsmönnum þínum. Smartland bíður amk með svona fréttir þar til sambúð hefur verið slitið í þjóðskrá. Ég er bara fegin að eiga ekki lesandi barn á Séð&heyrt tímanum, “ skrifar Margrét og endar á jákvæðan hátt eftir hennar höfði:

„P.S. Léttara hjal: Í hverju á nýskilin kona að vera í í Gísla Marteini í kvöld?“

Margrét Erla kynntist kærastanum á Tinder – Eiga nú von á barni: „Við ákváðum strax að byrja saman“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram