Marcus Rashford hefur fengið litla sekt fyrir að keyra alltof hratt, Rashford játaði brot sitt fyrir Manchester Magistrates Court í gær.
Rashford er 25 ára gamall en hann var að keyra of hratt á Mercedes G VRM bílnum sínum sem kostar 670 þúsund pund samkvæmt enskum blöðum.
Rashford hefur sett bílinn á sölu en Rashford var að keyra of hratt í miðbæð Manchester.
Rashford fékk sex punkta í skrá sína en atvikið átti sér stað í maí á síðasta ári.
Rashford hefur verið frábær með Manchester United undanfarnar vikur en hann verður í litlum vandræðum með að borga 574 punda sekt sína.