Nýtt gervigras verður lagt á Kópavogsvöll í ár til að það standist allar helstu kröfur og að Breiðablik geti leikið Evrópuleiki á heimavelli sínum.
Miklar kröfur eru gerðar á gras í slíkjum leikjum og ræðst Kópavogsbær því í breytingar og leggur nýtt gras á völlinn.
Verkið á að klárast 15 maí en tímabilið sjálft hefst 10 apríl, óvíst er því hvernig staðan verður á Kópavogsvöll þegar mótið er að fara af stað.
Af vefnum:
Kópavogsbær óskar eftir tilboðum í að leggja nýtt gervigras á Kópavogsvöll. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Lýsing á útboði:
Útvegun og fullnaðarfrágang gervigrass á Kópavogsvöll
Upprif og færsla á núverandi gervigrasmottu og innfyllingu.
Prófun á fjaðurlagi og viðgerðir
FIFA Quality Pro prófun og FIFA Certificate vottun
Helstu magntölur eru:
Flatarmál gervigrass 8.250 m2
Verkinu skal skila fullfrágengnu 15.maí 2023.