fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fréttir

Loforð um skriðdreka styrkja Úkraínu – Einnig áður en skriðdrekarnir koma á vígvöllinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. febrúar 2023 08:00

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loforð Vesturlanda um að láta úkraínska hernum skriðdreka í té auka baráttuvilja hermanna og bæta móralinn meðal þeirra. Þetta hefur einnig í för með sér að hershöfðingjar eru viljugri til að taka áhættu en áður.

Skriðdrekarnir verða ekki tilbúnir til notkunar í Úkraínu fyrr en eftir nokkra mánuði en þeir hafa nú þegar áhrif á vígvellinum að mati hernaðarsérfræðinga. Að hluta vegna þess að þeir hafa áhrif á móralinn meðal hermannanna og baráttuvilja þeirra. Þetta á við um bæði rússneska og úkraínska hermenn því þeir vita að öflug vopn eru á leið á vígvöllinn.

En þetta skiptir einnig máli hvað varðar notkun þeirra skriðdreka sem Úkraínumenn eiga nú þegar. Nú hafa hershöfðingjar þeirra frjálsari hendur við að nota þá því þeir vita að þeir fá fleiri skriðdreka á næstu mánuðum og geta því þolað að missa einhverja af þeim sem þeir eiga núna.

Vestrænir bandamenn Úkraínumanna hafa lofað þeim á fimmta hundrað skriðdrekum og eru þeir fyrstu nú á leið til Úkraínu frá Kanada en það eru fjórir Leopard 2.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Í gær

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Í gær

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“
Fréttir
Í gær

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“