Skriðdrekarnir verða ekki tilbúnir til notkunar í Úkraínu fyrr en eftir nokkra mánuði en þeir hafa nú þegar áhrif á vígvellinum að mati hernaðarsérfræðinga. Að hluta vegna þess að þeir hafa áhrif á móralinn meðal hermannanna og baráttuvilja þeirra. Þetta á við um bæði rússneska og úkraínska hermenn því þeir vita að öflug vopn eru á leið á vígvöllinn.
En þetta skiptir einnig máli hvað varðar notkun þeirra skriðdreka sem Úkraínumenn eiga nú þegar. Nú hafa hershöfðingjar þeirra frjálsari hendur við að nota þá því þeir vita að þeir fá fleiri skriðdreka á næstu mánuðum og geta því þolað að missa einhverja af þeim sem þeir eiga núna.
Vestrænir bandamenn Úkraínumanna hafa lofað þeim á fimmta hundrað skriðdrekum og eru þeir fyrstu nú á leið til Úkraínu frá Kanada en það eru fjórir Leopard 2.