Tvíburarnir Lydia og Timothy Ridgeway sem fæddust 31. október 2022 í Vancouver, Washington, Bandaríkjunum, sem komu 31. október 2022, komust í Heimsmetabók Guinness.
Ekki fyrir þyngd, lengd eða aðrar tölur sem nýbakaðir foreldrar þurfa að hafa á hreinu til að svara hverjum sem spyr. Tvíburarnir voru í raun getnir fyrir nærri þremur áratugum síðan og eiga þannig heimsmet sem elsti fósturvísirinn sem gat af sér barn og í þessu tilviki tvö.
Hjón sem ekki er getið nafna á voru eigendur fósturvísana sem urðu til með glasafrjóvgun. Eiginmaðurinn var á fimmtugsaldri og notuðu hjónin egg frá 34 ára gjafa.
Í 15 ár voru fósturvísarnir geymdir á frjósemisrannsóknarstofu á vesturströnd Bandaríkjanna, frystir í fljótandi köfnunarefni við -320 gráður F (-196 gráður C).
Gáfu fósturvísana árið 2007
Árið 2007 tóku hjónin síðan þá ákvörðun að gefa fósturvísana til National Embryo Donation Center í Knoxville, Tennessee, þar sem þeir biðu í 14 ár og 10 mánuði í viðbót, í von um að þau myndu á endanum færa öðrum hjónum hamingju.
„Eigandi fósturvísanna vildi gefa þeim tækifæri á skapa líf hjá annarri fjölskyldu,“ sagði Mark Mellinger, markaðs- og þróunarstjóri hjá NEDC.
Hjónin Philip og Rachel Ridgeway voru einmitt á þeim stað að vilja stækka fjölskylduna og leituðu til NEDC í von um að ættleiða fósturvísi.
Eftir viðtöl og læknisskoðanir fengu hjónin aðgang að gjafagagnagrunninum og völdu frumgjafa auk tveggja varagjafa. Þrátt fyrir að hafa engar ljósmyndir af lífforeldrum og vita aðeins grunnupplýsingar um þá eins og hæð og þyngd, ákváðu hjónin þrjá litla fósturvísa sem höfðu legið frosnir í áratugi.
„Fósturvísanir þurftu heimili. Við vissum ekki kyn barnanna fyrr en við fæðingu,“ segja hjónin, sem notuðu alla þrjá í einni uppsetningu og tveir þeirra leiddu til þungunar.
Meðgangan gekk vel
Rachel var með meðgöngusykursýki alla meðgönguna en að öðru leyti gekk allt vel fyrir sig og hjónin nutu stuðnings fjölskyldu og vina í öllu ferlinu.
„Tvíburarnir veita okkur mikla gleði og við gætum ekki ímyndað okkur lífið án þeirra. Þeir eru elskaðir af allri fjölskyldu okkar og systkini þeirra eru himinlifandi með þau,“ segja hjónin sem fyrir áttu fjögur börn.