fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Benedikt gapti eftir upptalningu Þorgerðar og þurfti að stoppa hana – „Þú ert alveg þar?“

433
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var líf og fjör í Íþróttavikunni með Benna Bó í þetta skiptið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mætti þá í settið. Með henni þar sat Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþróttafrétta á Torgi.

Þorgerður er mikill stuðningsmaður Liverpool og var spurð út í ástæðurnar fyrir því.

„Pabbi sannfærði mig þegar ég var sjö ára. Ég er kaþólsk. Hann sagði að það væru svo margir kaþólikkar sem fyldu Liverpool. Stóra ástæðan var náttúrulega að þarna var Bill Shankly, Kevin Keegan, Phil Thompson. Þetta voru flott nöfn og spútnik lið. Áttundi áratugurinn var auðvitað æðislegur. Á eftir Shankly tekur Bob Paisley við. Svo náttúrulega kemur síðar Kenny Dalglish, King Kenny.“

Þarna staldraði Benedikt við. „King Kenny, þú ert alveg þar?“

Synir Þorgerðar halda með Manchester United sem getur verið erfitt.

„Frændi minn og guðsonur heldur mér við efnið og ekki síst veitir hann mér stuðning því mér varð það á að giftast United manni og börnin mín halda með United, fyrir utan stelpuna mína. Það heppnast ekki allt í uppeldinu. Þeir eru mjög harðir United menn.

Þeir gátu stundum ekki beðið eftir að ég kom heim úr vinnunni, kannski snúinn dagur á þinginu. Við kannski búin að tapa 3-1 eða 4-0 á móti einhverjum. Þá biðu þeir, púkarnir mínir: „Hvað segirðu mamma, hvernig fór leikurinn?“ Það var bara gaman. Þeir halda mér við efnið og skjóta.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur
Hide picture