fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Samúel ómyrkur í máli um stöðuna fyrir vestan – „Eins og að vera með fullt af fiski en ekkert frystihús til að vinna hann í“

433
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að félagið þurfi bætta aðstöðu til knattspyrnuiðkunnar hið snarasta.

Sem stendur er eitt óupphitað gervigras á svæði Vestra, sem og keppnisvöllurinn, þar sem undirlagið er gras.

„Það er löngu orðið tímabært að fá bætta aðstöðu. Við erum búin að vera öll þessi ár með enga vetraraðstöðu en nú er staðan bara þannig að við getum alveg eins lagt niður fótboltaliðið ef við fáum ekki betri aðstöðu,“ segir Samúel.

„Við getum ekki ætlast til að allir séu í þessu af öllu hjarta, leikmenn, þjálfarar, stuðningsmenn og styrktaraðilar, þegar við getum ekkert æft. Þetta er eins og að vera með fullt af fiski en ekkert frystihús til að vinna hann í.“

Samúel segir Vestra, sem keppir í Lengjudeild karla, ekkert geta æft fótbolta á svæði sínu yfir veturinn. Það sé grafalvarlegt mál.

„Það segir sig sjálft að undirbúningurinn hjá Vestra yfir þessa mánuði er fótboltalega enginn. Menn geta hlaupið og lyft en fótboltalega er hann enginn. Það er gríðarlega slæmt. Það er aldrei neitt óraunhæft. Það er allt hægt. En þetta hjálpar okkur ekkert, að vera ekki með aðstöðu. Í mikilli hreinskilni sagt er það erfitt að vera með fótboltalið sem æfir helminginn af árinu og ætlast til að það keppi við lið sem æfa allt árið. Það skerðir möguleika okkar mikið.“

Ísafjarðarbær ætlar að ráðast í framkvæmdir á gervigrasi á keppnisvelli Vestra fyrir tímabilið 2024. Samúel segir að það þurfi þó að gera af heilum hug.

 „Við erum í engu betri stöðu ef við fáum gervigras sem er ekki upphitað. Þetta eru eðlilegar kröfur, að þetta sé eins og hjá öðrum, það sé upphitað, vökvunarbúnaður í því og slíkt til að það sé hægt að sinna þessu almennilega.“

Ítarlega er fjallað um málið í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vestri samdi við sænskan miðjumann

Vestri samdi við sænskan miðjumann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“

Postecoglou segist ekki hafa gagnrýnt eigin leikmann – ,,Mín skoðun á málinu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn

Kraftaverk að hann sé á lífi eftir áreksturinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“