fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Saka Sólveigu Önnu um að áreita gesti

Eyjan
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 15:28

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandshótel hafa sent frá sér aðra tilkynningu vegna verkfalls Eflingar og segja að fulltrúar Eflingar séu að áreita gesti hótelanna og viðhafa ógnandi hegðun.

„Áreitni við gesti og ógnandi hegðun forystu Eflingar við starfsfólk hótelanna hefur mikil áhrif á það samstarf sem Íslandshótel vilja eiga við stéttarfélagið og verkfallsverði þess. Eins og fram hefur komið hefur forystufólk Eflingar viðhaft ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki og yfirmönnum Íslandshótela, krafist þess að starfsfólk í öðrum stéttarfélögum leggi niður vinnu sína, áreitt gesti hótelanna og sakað Íslandshótel um verkfallsbrot, án þess að nokkuð slíkt hafi átt sér stað.“ 

Í tilkynningu segir að forystumenn Eflingar hafi lýst þeirri skoðun sinni við starfsfólk og gesti með afgerandi hætti að hótelin eigi ekki að vera starfandi vegna verkfallsins. „Slíkt er að sjálfsögðu ekki í samræmi við þá stöðu sem uppi er, þar sem einungis starfsfólk í Eflingu sem vinnur hjá Íslandshótelum er í verkfalli, en starfsfólk annarra stéttarfélaga er við vinnu sína. Faglært matreiðslufólk, þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur eru þannig til að mynda ekki í verkfalli og halda áfram sínum daglegu störfum.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafi mætt á eitt hótelanna í morgun og þar áreitt gesti sem voru við innskráningu. Verkfalli hafi þegar haft veruleg áhrif á starfsemi Íslandshótela sem hafi þurft að vísa mörgum gestum frá hótelinu og draga verulega úr þjónustu við gesti.

„Samtök atvinnulífsins hafa ritað forystu Eflingar bréf þar sem brugðist var við fullyrðingum Eflingar um verkfallsbrot, sem voru ekki á rökum reist. Ef Efling getur ekki fylgt lögum og reglum og látið af áreiti og ógnandi hegðun við starfsfólk og gesti hótelanna sjá forsvarsmenn Íslandshótela sér ekki annan kost en að taka fyrir aðgang verkfallsvarða Eflingar að hótelunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 

Dulbúinn kaupauki: Sérréttindi opinberra starfsmanna 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Óheilindamaðurinn Bjarni Ben