fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Máttur samfélagsmiðla er mikill – Birti myndband af vandræðum sínum á TikTok og þá fóru hjólin að snúast

Fókus
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 16:00

Jimmy með nýja pilluglasið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttamaðurinn Jimmy Choi er notandi á miðlinum TikTok þar sem hann birtir myndbönd af æfingum sínum. Glöggir taka kannski eftir því að hendur hans eiga til með að titra, þar sem Jimmy glímir við Parkinsons sjúkdóminn sem er taugaröskun sem veldur skjálfta. Hann hefur einnig tjáð sig opinskátt um líf sitt með sjúkdóminn. Meðal annars ræðir hann um þá dagsdaglega hluti sem sjúkdómurinn gerir honum erfiðara um vik með.

Einn af þessum hlutum eru vandræðin sem hann á í með að opna pilluglasið sem geymir lyfin sem hann tekur við skjálftunum, en hönnun glassins er slík að það er ekki hlaupið að því að opna það og sækja ofan í það pillu með skjálfandi hendur. Hann sýndi frá þessu á TikTok-síðu sinni og þá fóru hjólin svo sannarlega að snúast og sagan sem fylgir í kjölfarið sýnir hvað máttur samfélagsmiðla getur verið mikill.

@jcfoxninja Hey Parma companies… get a clue! Raising #parkinsons #awareness ♬ Shake It Off – Taylor Swift

Hjólin fara að snúast

Myndbandið af Jimmy að reyna að opna pilluglasið kom upp á TikTok hjá Brian nokkrum Aldrigde, sem vinnur við að setja saman myndbönd. Hann hafði enga reynslu af hönnun en vandi Jimmy hreyfði við honum svo hann ákvað að reyna að gera eitthvað í þessu.

The Verge greinir frá þessu merkilega máli. 

Hann fór að teikna upp hugmyndir að pilluglasi sem hægt væri að prenta í þrívíddarprentara. Þessi hugmynd fólst í því að ekki væri þörf á að grafa ofan í glasinu til að sækja þangað eina pillu.

Brian er lærður í grafískri hönnun en hafði aldrei áður reynt að gera þrívíðan hlut fyrir prentun. Svo hann kenndi sjálfum sér á viðeigandi forrit á örfáum dögum og birti svo hönnunina á TikTok í von um að reyndari aðili gæti tekið næstu skref.

@brianalldridge #stitch with @jcfoxninja Does someone want to make this guy a container? #3dprinting ♬ Shake It Off – Taylor Swift

Vélaverkfræðingur skerst í leikinn

Og áfram snerust hjólin á slíkum hraða að hvorki Jimmy né Brian gat órað fyrir því. Brian vaknaði daginn eftir og sá að þúsundir höfðu horft á myndband hans og gífurlega margir vildu reyna að prófa að gera pilluglasið að veruleika. Nú vonaði Brian að hönnun hans væri þannig að glasið virkaði sem skyldi. Því miður var það ekki svo.

En þrívíddarprentararnir á TikTok létu það ekki stöðva sig. Einn þeirra, Antony Sanderson, var vakinn og sofinn yfir þessar hugmynd og fínstillti hönnunina til að fá hana til að virka. Hann sá að það voru möguleikar í henni. Aðrir slógust svo í lið með honum til að klára dæmið. Nú er hönnunin tilbúin.

Liðið sem er nú að hanna glasið er í sambandi við Jimmy og senda honum prufueintök og spyrja hvernig þetta virkar. Jimmy segir að nýjustu útgáfurnar minnki þann tíma sem það tekur hann að ná sér í pillu og dragi líka úr svekki og ergelsi, en streita eykur á einkenni Parkinsons.

Vélaverkfræðingurinn David Exler er farin að senda pilluglös á aðra. Hann safnaði fjármagni í gegnum TikTok fyrir Michael J. Fox samtökin, sem eru Parkinsons samtök sem draga nafn sitt frá frægum leikara sem glímir við sjúkdóminn. David stendur í ströngu við að prenta út glös og senda þau frá sér.

@hungryengineer v5 is printing now! #3dprinting #parkinson #parkinsons #diy #pillbottle #pepsiapplepiechallenge @brianalldridge ♬ FEEL THE GROOVE – Queens Road, Fabian Graetz

Brian á meðan er að sækja um einkaleyfi á hönnun sinni og stefnir á fjöldaframleiðslu. Hann ætlar að deila hönnuninni á netinu ókeypis svo hver sem er geti prentað sér glas. Hann segir að margir hafi sett sig í samband við hann og vilji græða á hönnuninni og honum finnst það galið.

Útgáfa David verður líka aðgengileg öllum sem vilja prenta.

Allt í allt tók þetta ferli aðeins nokkra daga, sem verður að þykja nokkuð hratt fyrir allt ferlið frá hugmyndavinnu að prufueintaki sem virkar. En máttur Internetsins og samfélagsmiðla er greinilega mikill þegar viljinn er fyrir hendi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram