Einn tippari var með alla leikina 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum í getraunum og fær hann 1,2 milljónir króna í sinn hlut.
Tipparinn, sem er stuðningsmaður Víkings í Reykjavík, keypti miðann á sölustað í Reykjavík og notaði sparnaðarkerfi þar sem hann þrítryggði 7 leiki, tvítryggði 2 leiki og fjórir leikir voru með einu merki.
Alls kostaði miðinn 6.318 krónur.