fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Rýfur loks þögnina um hegðun sína við tökur Glee – Sögð hafa gert líf meðleikara að helvíti á jörð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 22:00

Lea Michele. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Lea Michele rýfur þögnina þremur árum eftir að hafa verið sökuð um einelti, eitraða hegðun og kynþáttafordóma við tökur á söngvaþáttunum Glee.

Það komu út sex þáttaraðir af þessum vinsælu þáttum, frá 2009 til 2015. Lea Michele fór með eitt af aðalhlutverkunum en fyrir nokkrum árum stigu nokkrir fyrrverandi meðleikarar hennar fram og sökuðu hana um eitraða hegðun og fyrir að koma illa fram við samstarfsmenn sína við tökur þáttanna.

Meðal þeirra var leikkonan Samantha Marie Ware, sem lék Jane í sjöttu þáttaröð.

Ware sagði í færslu á Twitter í júní 2020 að Michele hafi gert líf hennar að helvíti á jörð og að hún hafi einu sinni hótað að kúka í hárkolluna hennar.

Sjá einnig: Glee leikkona ásökuð um rasisma – Hótaði að skíta í hárkollu mótleikkonu

Glee voru mjög vinsælir frá 2009 til 2015.

Ware sagði að þessi framkoma Michele hafi ekki komið neinum á óvart og hafi verið viðvarandi við tökur þáttanna í gegnum árin.

„Enginn reyndi að stöðva þetta og það var slæmt þar sem þetta skapaði vinnuumhverfi sem viðhélt þessari hegðun,“ sagði hún.

Aðrar meðleikkonur hennar úr Glee stigu fram. Alex Newell sýndi Ware stuðning og Heather Morris sagði að það hafi verið erfitt að vinna með Michele. Annar leikari, sem vann með Michele við leiksýningu á Broadway, sagði að hún hafi verið „martröð.“

Á sínum tíma gaf Michele út yfirlýsingu þar sem hún baðst afsökunar en nefndi Ware ekki á nafn. Afsökunarbeiðni hennar var harðlega gagnrýnd og leikkonan sögð ekki hafa axlað ábyrgð.

Sjá einnig: Sjálfsvíg, eiturlyf, barnaklám og drukknun – Hvílir bölvun á Glee?

Lea Michele.

Rýfur þögnina

Nú, tæplega þremur árum síðar, hefur Michele loks rofið þögnina í viðtali við tímaritið Interview.

„Ég held að síðastliðin tvö ár hafa verið svo mikilvæg fyrir alla til að stíga til hliðar og hugsa. Ég hafði samband við marga,“ sagði hún.

„Það sem skiptir mestu máli er hvernig þú lætur fólki líða. Og þú verður að setja þínar tilfinningar til hliðar. Ég átti samtöl við fólk á bak við tjöldin sem opnuðu augu mín. Ég hef verið að gera þetta í mjög langan tíma og ég ætla ekki að kenna einhverjum öðrum um það sem ég hef gengið í gegnum. En maður getur heldur ekki hunsað upplifanir sínar eða neitað tilvist þeirra. Þær eru hluti af lífi mínu.“

Michele fer með aðalhlutverk í leikritinu Funny Girl á Broadway. „Það sem ég sagði við sjálfa mig þegar ég tók við hlutverkinu var: „Ef ég get ekki tekið hlutverki mínu sem leiðtogi baksviðs eins alvarlega og ég tek því á sviði, þá ætti ég ekki að taka þátt í þessari sýningu.“ Því það var alltaf erfitt fyrir mig,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram