Tottenham skoðar það að bæta við markverði í hóp sinn nú þegar Hugo Lloris markvörður liðsins verður lengi frá.
Líklega verður franski markvörðurinn frá í tvo mánuði og Fraser Forster tekur við stöðu hans.
Tottenham vill fá inn annan reyndan markvörð og segja ensk blöð að Tottenham skoði það að fá Ben Foster.
Foster er án félags og ákvað að hætta í fótbolta síðasta sumar þegar samningur hans við Watford var á enda.
Newcastle gerði Foster gott tilboð sem hann hafnaði en Tottenham vonast til að fá hann inn á æfingar.
Foster átti farsælan feril og var meðal annars hjá Manchester United en gæti nú samið við Tottenham til skamms tíma.