fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Ekki er allt sem sýnist – Sérð þú hvað er athugunarvert við þessar myndir af Hrafnhildi?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 10:19

Sérð þú eitthvað athugunarvert við þessar myndir? Mynd/Instagram/Musa.AI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin Hrafnhildur Haraldsdóttir birti nokkrar myndir á Instagram í gærkvöldi, en ekki er allt sem sýnist.

Hrafnhildur var valin Miss Universe Iceland 2022. Hún steig á svið Miss Universe í New Orleans í Bandaríkjunum fyrir hönd Íslands í janúar.

Sjá einnig: Sjáðu Hrafnhildi geisla á sviði Miss Universe

Hrafnhildur hefur undanfarið verið upptekin við að sinna störfum fegurðardrottningar, mæta á alls konar viðburði og fara í myndatökur. En nýjasta myndaserían sem hún birti í gærkvöldi er öðruvísi en hinar á Instagram-síðu hennar.

Mynd/Instagram/Musa.AI
Mynd/Instagram/Musa.AI
Mynd/Instagram/Musa.AI

Þetta eru ekki raunverulegar ljósmyndir af Hrafnhildi heldur bjó gervigreind þessar myndir til.

„Takk kærlega fyrir þessar ótrúlega raunverulegu myndir,“ sagði Hrafnhildur og merkti forritið Musa.Ai við færsluna.

Gervigreindarforrit hafa notið mikilla vinsælda undanfarið og muna margir örugglega eftir trendinu í desember í fyrra þar sem fólk keypti forrit sem teiknaði upp myndir af þeim sem ofurhetjur eða einhvers konar karakterar.

Sjá einnig: Allir glæsilegir í nýju trendi nema Edda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram