Harry Kane framherji Tottenham virðist nokkuð naskur í viðskiptum ef marka má fréttir í enskum blöðum í dag.
Fyrir nokkrum árum stofnaði Kane fjárfestingafélag sem sér um fasteignir í hans eigu.
Edward James Investment er í eigu Kane en Charlie bróðir hans sér um rekstur þess.
Fyrirtækið á í dag fasteignir í Bretlandi sem metnar eru á 13,1 milljarð en fyrirætkinu hefur vegnað vel.
Um er að ræða eignir fyrir 2,2 milljarða en Kane sjálfur leigir glæsihús í London fyrir 1 milljón punda á ári.
Kane varð markahæsti leikmaður í sögu Tottenham um liðna helgi þegar hann skoraði sitt 200 mark í ensku úrvalsdeildinni.