fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Rússi sektaður fyrir að dreyma Zelenskyy

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 05:59

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember var Ivan Losey, sem býr í Chita í Síberíu í Rússlandi, fundinn sekur um að hafa gert lítið úr rússneska hernum og sektaður um 30.000 rúblur. Hann hafði unnið sér það til saka að lýsa næturdraumi sínum á samfélagsmiðlum.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Losey hafi dreymt að hann hefði verið kallaður til herþjónustu og verið fluttur í einhverskonar þjálfunarbúðir. Skyndilega hafi úkraínskar hersveitir komið þangað og hafi Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, verið í fararbroddi. Hafi Úkraínumennirnir bundið alla sem þeir ætluðu að skjóta. Síðan hafi Zelenskyyn gengið fram hjá honum og sagt: „Ég sá færslurnar þínar á Instagram. Úkraína til sigurs!“ Sagðist Losey þá hafa sagt: „Hetjur til sigurs!“ Þá hafi Zelenskyy klappað honum á öxlina og sagt: „Sleppið honum, skjótið alla hina.“

Eftir að Losey var sektaður fyrir að skýra frá þessu veitti hann BBC og TV Rain, sem er rússnesk sjónvarpsstöð, viðtöl um málið.

Þetta féll illa í kramið hjá yfirvöldum og nýlega var hann sektaður um 35.000 rúblur fyrir að hafa tvisvar gert lítið úr rússneska hernum, það er að segja í þessum viðtölum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útsmognir þjófar á ferð: „Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu“

Útsmognir þjófar á ferð: „Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu“