Samkvæmt The Athletic munu saksóknarar á vegum Saksóknaraembættis bresku krúnunnar nú keyra mál Gylfa Þórs Sigurðssonar í gegnum svokallað þröskuldspróf (e. threshold test). Slíkt próf þarf málið að standast til þess að hægt sé að ákæra í því.
Lögreglan í Greater Manchester hefur lokið rannsókn sinni á máli íslenska knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem var þann 16. júlí 2021 handtekinn, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi en síðan látinn laus gegn tryggingu stuttu eftir handtöku. Frá þessu greindi Fréttablaðið á dögunum
„Saksóknaraembætti bresku krúnunnar þarf nú að meta hvort raunhæfar líkur séu á því að sakfella leikmanninn og hvort það sé í þágu almannahagsmuna að reka málið sem sakamál fyrir dómstólum. Saksóknarar munu nú keyra málið í gegnum þröskuldsprófið, það verður málið að standast áður en haldið er áfram með mál,“ segir í frétt The Athletic.
„Alvarleiki eða aðstæður máls verða að réttlæta það að tekin sé ákvörðun um að ákæra í því og veruleg rök þurfa að vera til staðar til þess að útiloka lausn gegn tryggingu,“ segir á vef saksóknaraembættisins um þröskuldsprófið en síðan eru þröskuldarnir sem mál þurfa að standast til að hægt sé að ákæra í þeim. Standist mál ekki einhvern af þröskuldunum fimm er málið látið niður falla.
- Rökstuddur grunur sé um að sá sem verði ákærður hafi framið brot. Saksóknarar verða að ganga úr skugga um, við hlutlægt mat á sönnunargögnum, að rökstuddur grunur sé um að sá sem ákærður verður hafi framið brot.
- Í þessu tilliti verður að taka til greina hver kyns vörn sá ákærði gæti haft uppi fyrir dómstólum eða hvaða upplýsingar hann gæti reitt sig á.
- Til að ákvarða hvort rökstuddur grunur sé á broti verða saksóknarar að taka tillit til allara gagna sem til eru um málið og hvort hægt sé að leggja þau fram til kynningar í dómsal; gögnin verði að vera áreiðanleg og trúverðug.
- Til staðar séu sönnunargögn sem veiti raunhæfar líkur á sakfellingu
- Saksóknarar verða að vera fullvissir um að sönnunargögnin sem séu til staðar veiti raunhæfar líkur á sakfellingu í málinu.
- Alvarleiki eða aðstæður máls réttlæti að tekin sé ákvörðun um að ákæra
- Meta ber alvarleika málsins og atvik þess í tengslum við meint brot og skal það tengjast áhættu þess að opnað sé fyrir lausn gegn tryggingu í málinu.
- Að til staðar séu verulegar ástæður til þess að leggjast leggjast gegn lausn gegn tryggingu í samræmi við lög um tryggingar frá árinu 1976 og að við hvaða aðstæður sem koma upp í málinu sé rétt að gera það
- Umrædd ákvörðun verði að byggjast á áhættumati sem sýni fram á að sakborningurinn sé ekki hæfur til að hljóta lausn gegn tryggingu, jafnvel með verulegum skilyrðum.
- Það sé í þágu almannahagsmuna að ákæra sakborninginn