fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Þetta eru þröskuldarnir fimm sem sak­sóknari þarf að máta mál Gylfa Þórs við

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 08:00

Gylfi Þór Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sam­kvæmt The At­hletic munu sak­sóknarar á vegum Sak­sóknara­em­bættis bresku krúnunnar nú keyra mál Gylfa Þórs Sigurðs­sonar í gegnum svo­kallað þröskulds­próf (e. threshold test). Slíkt próf þarf málið að standast til þess að hægt sé að á­kæra í því.

Lög­reglan í Grea­ter Manchester hefur lokið rann­sókn sinni á máli ís­lenska knatt­spyrnu­mannsins Gylfa Þórs Sigurðs­sonar, sem var þann 16. júlí 2021 hand­tekinn, grunaður um kyn­ferðis­brot gegn ó­lög­ráða ein­stak­lingi en síðan látinn laus gegn tryggingu stuttu eftir hand­töku. Frá þessu greindi Frétta­blaðið á dögunum

„Sak­sóknara­em­bætti bresku krúnunnar þarf nú að meta hvort raun­hæfar líkur séu á því að sak­fella leik­manninn  og hvort það sé í þágu al­manna­hags­muna að reka málið sem saka­mál fyrir dóm­stólum. Sak­sóknarar munu nú keyra málið í gegnum þröskulds­prófið, það verður málið að standast áður en haldið er á­fram með mál,“ segir í frétt The At­hletic.

„Al­var­leiki eða að­stæður máls verða að rétt­læta það að tekin sé á­kvörðun um að á­kæra í því og veru­leg rök þurfa að vera til staðar til þess að úti­loka lausn gegn tryggingu,“ segir á vef sak­sóknara­em­bættisins um þröskulds­prófið en síðan eru þröskuldarnir sem mál þurfa að standast til að hægt sé að á­kæra í þeim. Standist mál ekki einhvern af þröskuldunum fimm er málið látið niður falla.

  • Rök­studdur grunur sé um að sá sem verði á­kærður hafi framið brot. Sak­sóknarar verða að ganga úr skugga um, við hlut­lægt mat á sönnunar­gögnum, að rök­studdur grunur sé um að sá sem á­kærður verður hafi framið brot.
    • Í þessu til­liti verður að taka til greina hver kyns vörn sá á­kærði gæti haft uppi fyrir dóm­stólum eða hvaða upp­lýsingar hann gæti reitt sig á.
    • Til að á­kvarða hvort rök­studdur grunur sé á broti verða sak­sóknarar að taka til­lit til allara gagna sem til eru um málið og hvort hægt sé að leggja þau fram til kynningar í dóm­sal; gögnin verði að vera á­reiðan­leg og trú­verðug.
  • Til staðar séu sönnunar­gögn sem veiti raun­hæfar líkur á sak­fellingu
    • Sak­sóknarar verða að vera full­vissir um að sönnunar­gögnin sem séu til staðar veiti raun­hæfar líkur á sak­fellingu í málinu.
  • Al­var­leiki eða að­stæður máls rétt­læti að tekin sé á­kvörðun um að á­kæra
    • Meta ber al­var­leika málsins og at­vik þess í tengslum við meint brot og skal það tengjast á­hættu þess að opnað sé fyrir lausn gegn tryggingu í málinu.
  • Að til staðar séu veru­legar á­stæður til þess að leggjast leggjast gegn lausn gegn tryggingu í sam­ræmi við lög um tryggingar frá árinu 1976 og að við hvaða að­stæður sem koma upp í málinu sé rétt að gera það
    • Um­rædd á­kvörðun verði að byggjast á á­hættu­mati sem sýni fram á að sak­borningurinn sé ekki hæfur til að hljóta lausn gegn tryggingu, jafn­vel með veru­legum skil­yrðum.
  • Það sé í þágu al­manna­hags­muna að á­kæra sak­borninginn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur