fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Skagamenn söfnuðu 2,1 milljón fyrir Helgu Ingibjörgu – „Ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 21:00

Helga Ingibjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta á eftir að koma sér mjög vel og gefur mér mikinn styrk til þess að klára þetta verkefni. Ég á ævilangan vin í honum Gísla og ykkur öllum fyrir þetta allt saman. Ég get ekki fundið réttu orðin núna,“ sagði Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir í viðtali við Skagafréttir í dag.

Gísli J Guðmundsson hárskeri setti af stað söfnun fyrir Helgu, en hún er í lyfjameðferð vegna krabbameins. Skagamenn tóku höndum saman og 2,1 milljón króna söfnuðust. Helga Ingibjörg hefur talað opinskátt um krabbameinið og er ein þeirra sem eru í auglýsingaherferð Krafts um þessar mundir, Kolluna upp fyrir okkur.

Vinkonurnar Helga og Hulda greindust með brjóstakrabbamein á sama tíma – „Heimurinn minn hrundi á augnabliki“ 

Gísli hét því að raka af sér hárið þegar söfnunin væri komin í 200 þúsund krónur og sá Helga Ingibjörg um að raka af honum hárið. Sigrún Ríkharðsdóttir og Ísólfur Haraldsson aðstoðuðu Gísla við kynningu á söfnunni. Sigrún hét því að raka af sér hárið þegar 1 milljón króna markinu væri náð og sá Carmen Llorens, samstarfsfélagi Gísla, um það.

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Þetta eru allt saman einstakir karakterar sem hafa staðið að þessu, Gísli, Ísólfur og Sigrún. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þetta. Samt sem áður er ég lítil í mér en samt svo stór þegar ég finna að allt samfélagið stendur saman í þessu með mér,“ segir Helga Ingibjörg.

Þeir sem vilja leggja Helgu lið geta lagt inn á neðangreindan reikning sem er á nafni Gísla:
Reikningsnúmer: 0186 – 05 – 070010
Kennitala: 150971 – 5519

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram