fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Eyjan

Fimmtán bjóða sig fram til embætta Viðreisnar – Eitt framboð til formanns

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 18:42

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frestur til að bjóða sig fram til formanns, í stjórn og í málefnaráð Viðreisnar rann út kl. 12.00 á hádegi í dag. Kosið verður á landsþingi Viðreisnar laugardaginn 11. febrúar. Frestur til framboðs til varaformanns og hugsanlega ritara, sem lagt er til að verði nýtt embætti, rennur út á þinginu sjálfu. Þá gæti framboðsfrestur til allra annarra embætta opnast að nýju á þinginu. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Viðreisn.

Eitt framboð barst til formanns, frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, núverandi formanni Viðreisnar.

Sex framboð bárust til stjórnar. Samkvæmt núverandi samþykktum eru fimm meðstjórnendur og tveir til vara. En fyrir fundi liggur breytingartillaga um að fækka meðstjórnendum um einn og kjósa sérstaklega ritara. Þau sem bjóða sig fram í stjórn Viðreisnar eru: Elín Anna Gísladóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Kamma Thordarson, Natan Kolbeinsson, Oddný Arnarsdóttir og Thomas Möller.

Átta framboð bárust í málefnaráð. Fyrir landsþingi liggja tvær breytingartillögur vegna málefnaráðs. Samkvæmt annarri tillögunni skal kjósa sex fulltrúa í málefnaráð og tvo til vara. Samkvæmt hinni tillögunni skal kjósa fjóra formenn málefnanefnda sem skipa málefnaráð, auk þriggja einstaklinga kjörinna á landsþingi. Nefndirnar eru: 1.Mannréttinda-, velferðar- og menntanefnd; 2. Efnahags-, atvinnu- og viðskiptanefnd; 3.Umhverfis- og samgöngunefnd; 4. Utanríkis- og Evrópunefnd.

Þau sem bjóða sig fram í málefnaráð eru: Anna Kristín Jensdóttir, Eyþór Eðvaldsson, Friðrik Sigurðsson, Hildur Betty Kristjánsdóttir, Lilja G. Karlsdóttir, Máni Þór Magnason, Oddný Arnarsdóttir og Pawel Bartoszek.

Framboð til varaformanns rennur út einni klukkustund eftir að formaður hefur verið kjörinn. Daði Már Kristófersson, núverandi varaformaður Viðreisnar hefur þegar gefið það út að hann muni óska eftir endurkjöri. Gangi breytingartillögur eftir á þinginu verður framboðsfrestur til ritara klukkustund áður en kosning hefst. Einnig munu aðrir framboðsfrestir til embætta framlengjast og renna út klukkustund áður en kosning hefst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi