fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Bretar gætu skilgreint Wagner-herinn sem hryðjuverkasamtök

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 18:30

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, ýjaði að því að ríkisstjórn hans gæti á næstunni skilgreint rússneska Wagner-herinn sem hryðjuverkasamtök. Þetta kom fram í ræðu Sunak á breska þinginu fyrr í dag þar sem hann var hvattur til þess að grípa til aðgerða gegn málaliðahernum miskunnarlausa.

Talið er að tugþúsundir málaliða Wagner-hersins séu á vígvellinum í Úkraínu og berast reglulega sögur af grimmd og miskunnarleysi þeirra. Eins og lesendur DV þekkja vel er eigandi hersins auðkýfingurinn Yevgeny Prigozhin, gjarnan nefndur Kokkur Pútíns, sem er einn af valdameiri og umdeildari mönnum Rússlands.

Mikill einhugur var innan breska þingsins um áframhaldandi stuðning við varnarbaráttu Úkraínumanna. Þingmenn í öllum flokkum kepptust við að lýsa yfir stuðningi sínum við baráttuna. Þá var við hæfi að forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, brá sér í óvænta heimsókn til bandamanna sinna og ávarpaði breska þingið skömmu eftir ræðu breska forsætisráðherrans.

Lýsti Sunak yfir mikilli ánægju sinni með heimsókn úkraínska forsetans. „Hún er til marks um þá miklu vináttu sem ríkir milli þjóða okkar,“ sagði Sunak.

Ávarp Zelensky fór fram í Westminster Hall og varð forsetinn þar með fyrsti þjóðarleiðtoginn í rúman áratug til þess að ávarpa þingið í þessum elsta sal þinghússins.

Úkraínuforseti ávarpar breska þingið í Westminster Hall

Snerist ávarp forsetans að stórum hluta að biðla til breska þingsins að senda orustuþotur til Úkraínu. Það hafa Bretar og aðrir bandamenn verið tregir til að gera en Zelensky lagði þunga áherslu á að það væri lykillinn að áframhaldandi frelsi Úkraínu. Hlaut forsetinn úkraínski standandi lófaklapp að launum frá breskum þingmönnum og kæmi ekki á óvart ef að Zelensky verður að ósk sinni varðandi orustuþoturnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“