fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Kári svarar Arnari og skýtur til baka á kaupstefnu­ Vals­manna – „Verið að borga mjög háa upp­hæð fyrir þennan strák“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 09:00

Kári Árnason er yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík. Hann svaraði ummælum Arnars Grétarssonar, þjálfara Valsmanna, í hlaðvarpsþætti Víkinga / Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árna­son, yfir­maður knatt­spyrnu­mála hjá Víkingi Reykja­vík gefur lítið fyrir um­mæli Arnars Grétars­sonar, þjálfara Vals­manna sem ýjaði að því á dögunum að um­boðs­menn leik­manna væru að stýra þeim í Breiða­blik og Víking.

Enn fremur segir Kári, í hlað­varps­þætti Víkinga, að Vals­menn séu að borga fremur háa upp­hæð fyrir ó­reynda vöru á borð við Lúkas Loga Heimis­son sem gekk til liðs við Val frá Fjölni á dögunum.

Miklar um­ræður með stöðuna á ís­lenska leik­manna­markaðnum sköpuðust í nýjasta þætti Víkings Pod­castsins sem var í um­sjón Tómasar Þórs Þórðar­sonar en gestir þáttarins voru þeir Kári Árna­son, yfir­maður knatt­spyrnu­mála hjá Víkingum og Arnar Gunn­laugs­son, þjálfari karla­liðs fé­lagsins.

Arnar Grétars­son, þjálfari Vals, ýjaði að því í hlað­varpi Vals­manna á dögunum, Vængjum þöndum, að um­boðs­menn leik­manna væru að ýta þeim í á­kveðin fé­lög, nánar til­tekið Víking Reykja­vík og Breiða­blik.

„Við erum búnir að vera djöflast á fullu þó það sjáist ekki mikið,“ sagði Arnar Grétars um vinnu Vals­manna á markaðnum og bætti við. „Það er stans­laust verið að, ég veit ekki hvort ein­hverjir verði fúlir út í mig. Það eru ekki margir um­boðs­menn á Ís­landi, við getum sagt að Víkingur og Breiða­blik eru með betri tengingar í þessa aðila. Það er bara eins og staðan er, það líður að því að þessi tvö lið eru vel mönnuð.

Arnar ýjar að því að umboðsmenn ýti ungum leikmönnum ítrekað í sömmu áttina

Sé ekki rétt hjá Arnari

Tómas Þór spurði Kára Árna­son, yfir­mann knatt­spyrnu­mála hjá Víkingum, að því hvort ó­sann­gjarnt væri að sægja á móti við Vals­menn að „leik­mönnum sé ýtt þangað sem er vitað að kakan verður bökuð og sett aftur í bakaríið?“

„Ég held að þetta sé ekki alveg rétt heldur,“ svaraði Kári um um­mæli Arnars Grétars­sonar. „Það vill náttúru­lega bara þannig til að To­ta­l Foot­ball eru með 90% af þeim gæjum sem spila á Ís­landi og eru á á­kveðnum aldri. Það er því ó­um­flýjan­legt að eiga í sam­skiptum við þá.

Ég held að Vals­menn séu nú með fleiri leik­menn á þeirra bókum heldur en við. Það sem við gefum okkur út fyrir að gera að kenna þeim, alveg sama hvort það sé varnar­maður eða sóknar­maður, og það eru gerðar miklar kröfur hérna.“

Þungur markaður að vinna á

Í þættinum leitaði Tómas Þór leitaði  svara hjá Kára um það hvað lykil­menn knatt­spyrnu­deildar Víkinga hefðu rætt um á fundum sínum eftir síðasta tíma­bil, með næsta tímabil fyrir augum. Hvort það væri búið að leysa/bæta það sem fé­lagið vildi gera, til að mynda í leik­manna­málum.

„Við setjumst niður á hverjum tíma­bili, svo snýst þetta líka bara um fjár­hags­lega burði. Það væri náttúru­lega þægi­legt að vera í sömu stöðu og Manchester City, geta bara valið sér leik­mann til að taka en þetta er rosa­lega erfitt. Við erum í þeirri stöðu að vera með rosa­lega sterkan hóp, þetta eru góðir fót­bolta­menn sem við erum með en auð­vitað má alltaf bæta við sig en hverjir eru það?

Það eru einn og einn leik­maður í flestum liðum sem myndu bæta okkar hóp, en það er ekki fræði­legur mögu­leiki að við­komandi lið sé að fara sleppa þeim leik­manni.“

Fyrir utan það sé það ekki mögu­leiki fyrir Víkinga að kaupa um­rædda leik­menn af þannig liðum.

„Verið að borga mjög háa upphæð“

„Maður verður að vera sniðugur í þessu og bíða eftir réttu mómentunum,“ bætti Kári við. „Þetta er þungur markaður að vinna á. Það er verið að borga dá­lítið mikið fyrir ó­reynda vöru.“

Í því ljósi nefndi Kári kaup Vals­manna á Lúkasi Loga Heimis­syni frá Lengju­deildar­liði Fjölnis.

„Það er verið að borga mjög háa upp­hæð fyrir þennan strák sem hefur bara spilað í 1. deild. Við vitum í rauninni ekkert hvað kemur úr honum á næstu 1-2 árum. Það verður gaman að fylgjast með því hvort þeir (Vals­menn) séu með puttann á púlsinum með það að hann gangi bara beint inn í byrjunar­liðið.

Þannig leik­menn er rosa­lega erfitt að finna. Að ganga inn í byrjunar­liðið í Víking, það er ekkert hver sem er sem getur það. Það er alveg sama hversu vel þú scout-ar 1. deildina, maður er alltaf með það í huganum hvernig leik­maðurinn verður í úr­vals­deildinni.“

Hlusta má á nýjasta þátt Víkings Pod­castsins hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gary O’Neil rekinn frá Wolves

Gary O’Neil rekinn frá Wolves
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili

Rodri byrjaður að hlaupa og gæti spilað á þessu tímabili
Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“