Vörumerkjastofan brandr útnefndi „Bestu íslensku vörumerkin“ í dag. Viðurkenningar voru veittar í fjórum flokkum, sigurvegarar voru Blush, Controlant, Ikea og Krónan.
Er þetta í þriðja sinn sem valið fer fram, en útnefningu hljóta þau vörumerki sem skara framúr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. Fyrir áramót var kallaði brandr eftir tillögum frá almenningi og valnefnd, sem skipuð var tugum sérfræðinga úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu. Í kjölfarið var óskað eftir því að tilnefnd vörumerki skiluðu inn gögnum og kynningu. Niðurstöður kannanna og einkunnargjafar valnefndar sker svo úr hvert sterkasta vörumerkið er í hverjum flokki.
Eftirfarandi vörumerki hlutu tilnefningu en þau feitletruðu unnu verðlaunin:
Fyrirtækjamarkaður:
Advania
Brandenburg
BYKO
Controlant
Origo
Einstaklingsmarkaður, starfsfólk 49 eða færri:
Alfreð
Blush
Dinout
Hopp
Smitten
Svens
Einstaklingsmarkaður, starfsfólk 50 eða fleiri:
66°Norður
Borgarleikhúsið
Íslandsbanki
Krónan
Orkan
Play
Sky Lagoon
Alþjóðleg vörumerki á Íslandi:
Boozt
Domino’s
IKEA
KFC
Nocco
Einnig var í fyrsta skipti veitt viðurkenning fyrir besta íslenska vörumerkið í flokknum Persónubrandr, engar tilnefningar voru þó gefnar út. Sigurvegarinn í ár var Herra Hnetusmjör.