fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Eyjan

Bryndís bálreið í pontu á Alþingi í dag – „Þetta er orðið ansi þreytt leikrit“

Eyjan
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingfundur er hafinn á Alþingi og virðist strax mikill hiti vera kominn í fólk. Fyrsta mál á dagskrá var tillaga Indriða Inga Stefánssonar, þingmanni Pírata, að útlendingafrumvarpið svokallaða yrði tekið af dagskrá í dag svo hægt væri að fara í önnur mál. Tillagan var svo felld með 31 atkvæði.

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók til máls um tillöguna og var mikill hiti í henni og hækkaði hún rödd sína verulega, og virtist vera kominn með nóg af því sem þingmenn meirihlutans hafa undanfarið kallað málþóf Pírata.

Um það hafi verið samið fyrir jól að útlendingafrumvarpið yrði tekið fyrir á nýju ári og sé kominn tími til að ljúka því máli, en 2. umræða frumvarpsins hefur dregist mjög vegna fjölda ræðna sem hafa verið haldnar um málið. Þingmenn Pírata hafa þó hafnað því að um málþóf sé að ræða.

Undir ræðu hennar mátti heyra ítrekuð framíköll úr þingsal og þurfti forseti Alþingis að minna á það i lok erindis Bryndísar að það sé aðeins einn sem fari með orðið hverju sinni.

„Þetta er orðið ansi þreytt leikrit hér með þessari dagskrártillögu og ég ætla að minna á það að hér fyrir jólin var samið um að taka þetta mál af dagskrá svo hægt væri að klára mikilvæg mál. Og hvað? Jú að taka málið aftur til umfjöllunar í háttvirtri allsherjar- og menntamálanefnd og að málið færi hér á dagskrá sem fyrsta mál eftir áramót.

Það var hluti af samkomulaginu og þetta sýnir það að það er ekki hægt að semja við þingflokk Pírata og ég velti fyrir mér háttvirtir þingmenn, hvað þurfa háttvirtir þingmenn margar ræður til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri? Það liggur fyrir hátt í 200 ræður núna. Okkur er ljóst hver sjónarmið þingflokks Pírata er en er ekki lýðræðislegra að við klárum þessa umræðu og förum í atkvæðagreiðslu um málið?“  

Upptöku af þingfundi má finna hér en ræða Bryndísar fór fram klukkan 15:04

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Ruglingurinn í kringum EES-samninginn og ESB-aðild
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“

Nýir ráðherrar fá lyklana í dag – „Þetta er bara mjög góð tilfinning“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi