fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Dæmdur nauðgari rekinn eftir hörð mótmæli – Var einnig rekinn í september

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 10:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Radcliffe FC í utandeildinni á Englandi hefur ákveðið að rifta samningi David Goodwillie eftir einn leik hjá félaginu.

Goodwillie sem er 33 ára gamall spilaði sinn fyrsat leik fyrir Radcliffe í gær og skoraði þrennu í 4-2 sigri liðsins.

Athygli vakti þegar Goodwillie var kynntur á leiksskýrslu í gær en félagið hafði aldrei sagt frá komu hans til félagsins.

Goodwillie sem var skoskur landsliðsmaður játaði árið 2017 að hafa nauðgað konu. Málið var höfðað sem einkamál og greiddi Goodwillie sekt en fór ekki í fangelsi.

Radcliffe hafði samið við Goodwillie til skamms tíma en segir í yfirlýsingu í dag að samningi hans hafi verið rift. Stuðningsmenn félagsins voru ekki ánægðir með komu Goodwillie til félagsins og mótmæltu harkalega.

Félagið segir að það hafi alltaf viljað gefa fólki annað tækifæri í lífinu en þarna hafði félaginu orðið á.

Raith Rovers á Skotlandi rifti samningi Goodwillie í september eftir að styrktaraðilar riftu samningum vegna komu hans til félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Í gær

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Í gær

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig