fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Frægir Íslendingar deila fermingarmyndum

Fókus
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 19:59

Villi Naglbítur, Eva Ruza og Gummi Kíró.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heybögglar, vöfflur, fléttur, spangir og hlaupabóla. Þjóðþekktir einstaklingar rifja upp fermingardaginn og deila skemmtilegum minningum og ljósmyndum með lesendum.

Greinin birtist upphaflega á HÉRER.is og er að hluta endurbirt hér með leyfi en þú getur lesið hana í heild sinni með því að smella hér.

Eva Ruza

Eva Ruža, fjölmiðlakona, skemmtikraftur, kynnir, veislustjóri og áhrifavaldur með meiru, fermdist í Kópavogskirkju 27. mars árið 1997.

Eva Ruza á fermingardaginn.

„Börnin mín eru að fara að fermast í ár og ég sýndi þeim myndirnar úr fermingunni minni og sagði að ég væri að stefna á svipað lúkk með þau,“ segir Eva og skellir upp úr.

Eva Ruza á fermingardaginn.

„Fermingardagurinn: Dagurinn þar sem ég reyndi greinilega að púlla Amy Winehouse hárgreiðslu – með skrauti. Amy Winehouse var reyndar ekki komin á kortið þá en ég gæti trúað að hún hafi mögulega rekist á fermingarmyndirnar mínar og fengið innblástur. Mig langar líka til að benda á fallega klippta toppinn sem liggur yfir ennið. Það loftaði vel um ennið þar sem ég vildi bara þunnan „topp“ – og perluspennu sem hélt aðeins toppnum til hliðar. Það er í raun magnað að skoða alla nákvæmnina sem var lögð í greiðsluna. Svo mikið búið að nostra við mig þarna,“ segir Eva Ruža um fermingarmyndina af sér.

Skemmtikrafturinn í dag.

Guðmundur Birkir Pálmason

Guðmundur Birkir Pálmason áhrifavaldur og kírópraktor, betur þekktur sem Gummi kíró, fermdist í Hafnarkirkju í á Höfn í Hornafirði árið 1994.

Gummi Kíró á fermingardaginn.

„Ég verð bara að segja það að ég er bara nokkuð sáttur með lúkkið. Það hafa verið stærri tískuslys en þetta á fermingarmyndum landans!“

Gummi Kíró í dag.

Vilhelm Anton Jónsson

Vilhelm Anton Jónsson, a.k.a. Villi naglbítur, tónlistarmaður og fjölmiðlamaður, fermdist í Akureyrarkirkju árið 1992.

Villi á fermingardaginn.

„Þegar fermingarmyndirnar komu aftur frá Palla ljósmyndara, var ég með svo krumpað enni á þeim öllum, sem þótti víst ekki töff, að ég þurfti að fara aftur í myndatöku.“

Villi í dag. Mynd/Saga Sig

„Glæsilegur grænn jakki sem ég fór mögulega aftur í þegar Kári bróðir fermdist. Var keyptur stór og víður svo gæti notað í mörg ár. Þegar fermingarmyndirnar komu aftur frá Palla ljósmyndara, var ég með svo krumpað enni á þeim öllum, sem þótti víst ekki töff, að ég þurfti að fara aftur í myndatöku. Það var frekar glatað að ekki ein mynd væri nothæf. Síðan þá hef ég reynt að negla allt í fyrstu töku. Sama hvort er bíó, tónlist eða myndataka.“

Eldhúsgyðjan og áhrifavaldurinn Linda Ben, leikkonan María Birta Bjarnadóttir og fleiri deila sínum myndum á vef HÉRER.issmelltu hér til að lesa meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“