Greinin birtist upphaflega á HÉRER.is og er að hluta endurbirt hér með leyfi en þú getur lesið hana í heild sinni með því að smella hér.
Eva Ruža, fjölmiðlakona, skemmtikraftur, kynnir, veislustjóri og áhrifavaldur með meiru, fermdist í Kópavogskirkju 27. mars árið 1997.
„Börnin mín eru að fara að fermast í ár og ég sýndi þeim myndirnar úr fermingunni minni og sagði að ég væri að stefna á svipað lúkk með þau,“ segir Eva og skellir upp úr.
„Fermingardagurinn: Dagurinn þar sem ég reyndi greinilega að púlla Amy Winehouse hárgreiðslu – með skrauti. Amy Winehouse var reyndar ekki komin á kortið þá en ég gæti trúað að hún hafi mögulega rekist á fermingarmyndirnar mínar og fengið innblástur. Mig langar líka til að benda á fallega klippta toppinn sem liggur yfir ennið. Það loftaði vel um ennið þar sem ég vildi bara þunnan „topp“ – og perluspennu sem hélt aðeins toppnum til hliðar. Það er í raun magnað að skoða alla nákvæmnina sem var lögð í greiðsluna. Svo mikið búið að nostra við mig þarna,“ segir Eva Ruža um fermingarmyndina af sér.
Guðmundur Birkir Pálmason áhrifavaldur og kírópraktor, betur þekktur sem Gummi kíró, fermdist í Hafnarkirkju í á Höfn í Hornafirði árið 1994.
„Ég verð bara að segja það að ég er bara nokkuð sáttur með lúkkið. Það hafa verið stærri tískuslys en þetta á fermingarmyndum landans!“
Vilhelm Anton Jónsson, a.k.a. Villi naglbítur, tónlistarmaður og fjölmiðlamaður, fermdist í Akureyrarkirkju árið 1992.
„Þegar fermingarmyndirnar komu aftur frá Palla ljósmyndara, var ég með svo krumpað enni á þeim öllum, sem þótti víst ekki töff, að ég þurfti að fara aftur í myndatöku.“
„Glæsilegur grænn jakki sem ég fór mögulega aftur í þegar Kári bróðir fermdist. Var keyptur stór og víður svo gæti notað í mörg ár. Þegar fermingarmyndirnar komu aftur frá Palla ljósmyndara, var ég með svo krumpað enni á þeim öllum, sem þótti víst ekki töff, að ég þurfti að fara aftur í myndatöku. Það var frekar glatað að ekki ein mynd væri nothæf. Síðan þá hef ég reynt að negla allt í fyrstu töku. Sama hvort er bíó, tónlist eða myndataka.“
Eldhúsgyðjan og áhrifavaldurinn Linda Ben, leikkonan María Birta Bjarnadóttir og fleiri deila sínum myndum á vef HÉRER.is – smelltu hér til að lesa meira.