fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Svona gæti byrjunarlið United orðið ef Katarar kaupa – Þrír enskir landsliðsmenn gætu komið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 09:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjársterkir aðilar frá Katar undirbúa nú stórt og mikið tilboð í Manchester United. Daily Mail segist hafa staðfestar heimildir fyrir þessu.

Hópurinn samanstendur af mjög fjársterkum aðilum frá Katar og vilja þeir ólmir kaupa félagið.

Segir í frétt Daily Mail að tilboð þeirra til Glazer fjölskyldunnar verði lagt fram á næstu dögum, telja þeir að tilboð þeirra verði það besta sem Glazer fjölskyldan fær.

Segir í frétt Daily Mail að hópurinn frá Katar vilji ausa peningum í leikmannakaup fyrir Erik ten Hag stjóra liðsins, hafi þeir mikla trú á því starfi sem hann er að vinna.

Ensk blöð eru fljót að grípa þann bolta á lofti og hafa búið til mögulegt byrjunarlið ef að fjársterkir aðilar frá Katar mæta til leiks.

Þeir segja að Ten Hag gæti byrjað á því að reyna að kaupa Jude Bellingham og Declan Rice, framherjinn Harry Kane væri svo líklega á blaði.

Ansu Fati kantmaður Barcelona vill fara frá félaginu og gæti verið kostur en þar er einnig Jan Oblak, markvörður Atletico Madrid nefndur til sögunnar.

Svona gæti byrjunarlið United litið út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“